Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 13. september 2020 18:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér líður ömurlega
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
"Mér líður bara ömurlega, ekkert annað orð yfir það" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir svekkjandi 3-1 tap gegn FH í dag.

Gísli Eyjólfsson einn besti maður Blika í sumar var á bekknum í dag, af hverju?

"Hann var búinn að vera tæpur, við ætluðum kannski ekki að taka áhættuna með hann en honum leið vel þegar hann byrjaði að hita upp og þá var freistandi að setja hann inn en það skilaði svo sem engu"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Tók Óskar einhvað jákvætt úr leiknum í dag?

"Nei ég geri það í raun og veru ekki, frammistaðan var bara ekki nógu góð, hvorki varnarlega og við vorum ekki nógu beittir sóknarlega, við spiluðum ágætlega út á vellinum og náðum oft að koma okkur í góðar stöður og höfðum mikið fyrir því en það kom ofboðslega lítíð út úr því og það er einhvað sem við þurfum að laga ef við ætlum að berjast við bestu lið deildarinnar"

Var þetta leikur sem þurfti að vinnast til að vera áfram í toppbaráttunni?

"Auðvitað hefði verið betra að vinna það er ljóst, við getum ekki hætt núna, það eru 9 leikir eftir og þetta var ekki úrslitaleikur en held ég fyrir liðið, upp á sjálfstraustið og trúnna og framhaldið þá hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik en við hins vegar sjáum það núna við spilum við KR og FH á fjórum dögum og við töpum þeim báðum, sama hvort við vorum betri í einhverjum hlutum leiksins og tapað þeim og það segir okkur það við séum aðeins á eftir þessum liðum og þurfum að nota næstu daga, vikur, mánuði og ár til að vinna það upp"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner