Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   sun 13. september 2020 18:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér líður ömurlega
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
"Mér líður bara ömurlega, ekkert annað orð yfir það" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir svekkjandi 3-1 tap gegn FH í dag.

Gísli Eyjólfsson einn besti maður Blika í sumar var á bekknum í dag, af hverju?

"Hann var búinn að vera tæpur, við ætluðum kannski ekki að taka áhættuna með hann en honum leið vel þegar hann byrjaði að hita upp og þá var freistandi að setja hann inn en það skilaði svo sem engu"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Tók Óskar einhvað jákvætt úr leiknum í dag?

"Nei ég geri það í raun og veru ekki, frammistaðan var bara ekki nógu góð, hvorki varnarlega og við vorum ekki nógu beittir sóknarlega, við spiluðum ágætlega út á vellinum og náðum oft að koma okkur í góðar stöður og höfðum mikið fyrir því en það kom ofboðslega lítíð út úr því og það er einhvað sem við þurfum að laga ef við ætlum að berjast við bestu lið deildarinnar"

Var þetta leikur sem þurfti að vinnast til að vera áfram í toppbaráttunni?

"Auðvitað hefði verið betra að vinna það er ljóst, við getum ekki hætt núna, það eru 9 leikir eftir og þetta var ekki úrslitaleikur en held ég fyrir liðið, upp á sjálfstraustið og trúnna og framhaldið þá hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik en við hins vegar sjáum það núna við spilum við KR og FH á fjórum dögum og við töpum þeim báðum, sama hvort við vorum betri í einhverjum hlutum leiksins og tapað þeim og það segir okkur það við séum aðeins á eftir þessum liðum og þurfum að nota næstu daga, vikur, mánuði og ár til að vinna það upp"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner