Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   sun 13. september 2020 18:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér líður ömurlega
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
"Mér líður bara ömurlega, ekkert annað orð yfir það" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir svekkjandi 3-1 tap gegn FH í dag.

Gísli Eyjólfsson einn besti maður Blika í sumar var á bekknum í dag, af hverju?

"Hann var búinn að vera tæpur, við ætluðum kannski ekki að taka áhættuna með hann en honum leið vel þegar hann byrjaði að hita upp og þá var freistandi að setja hann inn en það skilaði svo sem engu"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Tók Óskar einhvað jákvætt úr leiknum í dag?

"Nei ég geri það í raun og veru ekki, frammistaðan var bara ekki nógu góð, hvorki varnarlega og við vorum ekki nógu beittir sóknarlega, við spiluðum ágætlega út á vellinum og náðum oft að koma okkur í góðar stöður og höfðum mikið fyrir því en það kom ofboðslega lítíð út úr því og það er einhvað sem við þurfum að laga ef við ætlum að berjast við bestu lið deildarinnar"

Var þetta leikur sem þurfti að vinnast til að vera áfram í toppbaráttunni?

"Auðvitað hefði verið betra að vinna það er ljóst, við getum ekki hætt núna, það eru 9 leikir eftir og þetta var ekki úrslitaleikur en held ég fyrir liðið, upp á sjálfstraustið og trúnna og framhaldið þá hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik en við hins vegar sjáum það núna við spilum við KR og FH á fjórum dögum og við töpum þeim báðum, sama hvort við vorum betri í einhverjum hlutum leiksins og tapað þeim og það segir okkur það við séum aðeins á eftir þessum liðum og þurfum að nota næstu daga, vikur, mánuði og ár til að vinna það upp"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner