Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 13. september 2020 18:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér líður ömurlega
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
"Mér líður bara ömurlega, ekkert annað orð yfir það" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir svekkjandi 3-1 tap gegn FH í dag.

Gísli Eyjólfsson einn besti maður Blika í sumar var á bekknum í dag, af hverju?

"Hann var búinn að vera tæpur, við ætluðum kannski ekki að taka áhættuna með hann en honum leið vel þegar hann byrjaði að hita upp og þá var freistandi að setja hann inn en það skilaði svo sem engu"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Tók Óskar einhvað jákvætt úr leiknum í dag?

"Nei ég geri það í raun og veru ekki, frammistaðan var bara ekki nógu góð, hvorki varnarlega og við vorum ekki nógu beittir sóknarlega, við spiluðum ágætlega út á vellinum og náðum oft að koma okkur í góðar stöður og höfðum mikið fyrir því en það kom ofboðslega lítíð út úr því og það er einhvað sem við þurfum að laga ef við ætlum að berjast við bestu lið deildarinnar"

Var þetta leikur sem þurfti að vinnast til að vera áfram í toppbaráttunni?

"Auðvitað hefði verið betra að vinna það er ljóst, við getum ekki hætt núna, það eru 9 leikir eftir og þetta var ekki úrslitaleikur en held ég fyrir liðið, upp á sjálfstraustið og trúnna og framhaldið þá hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik en við hins vegar sjáum það núna við spilum við KR og FH á fjórum dögum og við töpum þeim báðum, sama hvort við vorum betri í einhverjum hlutum leiksins og tapað þeim og það segir okkur það við séum aðeins á eftir þessum liðum og þurfum að nota næstu daga, vikur, mánuði og ár til að vinna það upp"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner