sun 13. september 2020 11:45
Ívan Guðjón Baldursson
Souness: Ummæli Noble höfðu áhrif á leikinn
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, telur Mark Noble, fyrirliða West Ham, hafa gert mistök þegar hann gagnrýndi félagið opinberlega á Twitter fyrir söluna á Grady Diangana til West Bromwich Albion.

Noble lýsti yfir reiði sinni á Twitter og töpuðu Hamrarnir heimaleik gegn Newcastle í fyrstu umferð nýs úrvalsdeildartímabils.

„Ég veit að þetta er bara einn leikur en þetta gæti orðið ansi erfitt tímabil fyrir félagið. Þið sáuð David Moyes í kvöld, hann er sár því leikmenn hafa brugðist honum. Að mínu mati brást Mark Noble honum þegar hann kastaði þessari handsprengju frá sér," sagði Souness.

„Noble setti skugga á stjórann og fólk í stjórn félagsins með þessum ummælum sínum. Veit hann nóg um fjárhag West Ham til að tjá sig um svona mál? Ef honum líður svona þá verður hann að halda því fyrir sjálfan sig. Svona ummæli hjálpa ekki, þau særa bara.

„Moyes og leikmenn sögðu að salan á Grady og þessi ummæli hefðu ekki haft áhrif í tapinu. Það er ekki satt. Ég hef verið mjög lengi í kringum knattspyrnuheiminn og þetta atvik hafði áhrif á leikinn, ekki spurning. Fyrirliðinn skaut sjálfan sig í fótinn með þessu."


Noble er 33 ára gamall og hefur verið hjá West Ham allan ferilinn. Hann á 502 leiki að baki fyrir félagið en hefur aldrei spilað fyrir enska A-landsliðið.

Hann þótti mikið efni á sínum tíma og var lykilmaður í yngri landsliðum Englands, án þess að takast að taka stökkið enda menn á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard í A-liðinu.

Sjá einnig:
Noble lýsti yfir reiði sinni á Twitter
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner