Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 13. september 2022 23:30
Aksentije Milisic
Ancelotti skildi Asensio vel þegar hann trylltist

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segist skilja Marco Asensio vel en Spánverjinn trylltist þegar hann fékk ekki að fara inn á í leik gegn Mallorca í spænsku deildinni um helgina.


„Ég er meðvitaður um það að hann er sá leikmaður sem þetta hefur bitnað mest á,” sagði Ancelotti.

Ancelotti sá þegar Asensio reiddist og sagði þjálfarinn að hann skildi vel afhverju leikmaðurinn sýndi þessar tilfinningar.

„Raunveruleikinn er sá að við vildum gera tvær skiptingar. Við vorum klárir. Ef við hefðum ekki skorað þá hefðu Mariano og Asensio komið inn á. Lucas var meiddur og við áttum einungis eftir einn glugga í skiptingum.”

„Asensio er reiður og ég skil hann. Það er eðlilegt að vilja spila, vilja vera mikilvægur hlekkur og hann er sá leikmaður sem þetta er að bitna mest á. Ég er sammála reiði hans, ekkert meira gerðist,” sagði Ancelotti.

Samningur Asensio rennur út eftir þetta tímabil og eins og málin standa þá stefnir fátt til þess að hann muni krota undir nýjan samning hjá Real.

Þessi 26 ára gamli leikmaður var orðaður við Arsenal og AC Milan í sumar.


Athugasemdir
banner
banner