Valur tók á móti Breiðablik á Origo-Vellinum fyrr í kvöld, leikar enduðu 1-1 og lítur staðan vel út fyrir Val sem er á toppi deildarinnar með 6 stiga forystu á annað sætið þegar það eru 3 leikir eftir. Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks mætti svekktur í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Breiðablik
„Ég sagði það fyrir leikinn ef það ætti að halda einhverju lífi í þessu fyrir leikinn þá þurfum við að vinna, það tókst ekki. Það er svo gott sem komið hjá Val og við óskum þeim til hamingju með það, frábært sumar hjá þeim. Við erum búin að eigast við nokkrum sinnum alltaf jafnir leikir og það hefur fallið þeirra megin allt saman, þær eru vel að því komnar og til hamingju með það í sumar og við óskum þeim góðs gengis í Evrópu í framhaldinu."
„Það voru heilmiklar breytingar (frá bikarúrslitunum), við breyttum töluvert varðandi uppspil, við breyttum líka varnarlínunni. Miklar breytingar, eins og það hefur verið í gegnum sumarið hjá okkur þetta hefur verið breytingarsumar, rússíbanareið í allt sumar og ég held að þetta sé 4. liðið sem við erum að drilla saman og miðað við það stóðum við okkur vel."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir