Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   þri 13. september 2022 22:01
Kári Snorrason
Ási Arnars: Svo gott sem komið hjá Val
Ásmundur vonsvikinn í Kópavoginum í kvöld.
Ásmundur vonsvikinn í Kópavoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók á móti Breiðablik á Origo-Vellinum fyrr í kvöld, leikar enduðu 1-1 og lítur staðan vel út fyrir Val sem er á toppi deildarinnar með 6 stiga forystu á annað sætið þegar það eru 3 leikir eftir. Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks mætti svekktur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

„Ég sagði það fyrir leikinn ef það ætti að halda einhverju lífi í þessu fyrir leikinn þá þurfum við að vinna, það tókst ekki. Það er svo gott sem komið hjá Val og við óskum þeim til hamingju með það, frábært sumar hjá þeim. Við erum búin að eigast við nokkrum sinnum alltaf jafnir leikir og það hefur fallið þeirra megin allt saman, þær eru vel að því komnar og til hamingju með það í sumar og við óskum þeim góðs gengis í Evrópu í framhaldinu."

„Það voru heilmiklar breytingar (frá bikarúrslitunum), við breyttum töluvert varðandi uppspil, við breyttum líka varnarlínunni. Miklar breytingar, eins og það hefur verið í gegnum sumarið hjá okkur þetta hefur verið breytingarsumar, rússíbanareið í allt sumar og ég held að þetta sé 4. liðið sem við erum að drilla saman og miðað við það stóðum við okkur vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner