
Það eru æsispennandi lokaumferðir í íslenska boltanum um helgina. Lengjudeildinni lýkur, það kemur í ljós hvaða lið fer beint upp og hvaða lið fara í umspilið. Þá er lokaumferðin í Bestu deildinni fyrir tvískiptingu.
KR og Víkingur mætast í leik sem var frestað til að gefa Víkingi svigrúm í Evrópubaráttunni sinni. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlagusson munu því miður ekki mætast þar sem Arnar tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni.
Á morgun er síðan lokaumferðin í Lengjudeildinni þar sem allt getur gerst. Fjölnir og ÍBV berjast um titilinn en ÍBV er með eins stigs forystu á toppnum. Njarðvík er aðeins einu stigi frá umspilssæti og getur því komist í umspilið ef liðið nær í góð úrslit gegn grönnum sínum í Grindavík.
Lokaumferðin í Bestu deildinni fyrir tvískiptingu hefst á sunnudaginn með fjórum leikjum. Breiðablik getur tryggt sér toppsætið fyrir tvískiptinguna en liðið fær granna sína í HK í heimsókn sem geta fært sig örlítið frá fallbaráttunni með sigri.
Titilbaráttan í Bestu deild kvenna er í algleymingi en keppni í neðri hlutanum lýkur um helgina.
föstudagur 13. september
Besta-deild karla
17:00 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
17:15 Þór/KA-Valur (Greifavöllurinn)
18:00 Þróttur R.-Breiðablik (AVIS völlurinn)
2. deild kvenna - B úrslit
19:15 Augnablik-Sindri (Fífan)
3. deild karla
17:00 Sindri-Hvíti riddarinn (Jökulfellsvöllurinn)
laugardagur 14. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
14:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Keflavík (Würth völlurinn)
Lengjudeild karla
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvíkurvöllur)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
2. deild karla
14:00 Reynir S.-KFG (Brons völlurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Kormákur/Hvöt (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 KF-Höttur/Huginn (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 KFA-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur V.-Haukar (Vogaídýfuvöllur)
14:00 Selfoss-Ægir (JÁVERK-völlurinn)
2. deild kvenna - B úrslit
14:00 Fjölnir-KH (Extra völlurinn)
2. deild kvenna - C úrslit
13:00 Vestri-Smári (Kerecisvöllurinn)
16:30 Dalvík/Reynir-Álftanes (Dalvíkurvöllur)
3. deild karla
14:00 KV-Elliði (KR-völlur)
14:00 ÍH-KFK (Skessan)
14:00 Árbær-Kári (Fagrilundur - gervigras)
14:00 Augnablik-Víðir (Kópavogsvöllur)
14:00 Magni-Vængir Júpiters (Grenivíkurvöllur)
sunnudagur 15. september
Besta-deild karla
14:00 ÍA-KA (ELKEM völlurinn)
14:00 Stjarnan-Vestri (Samsungvöllurinn)
14:00 Fram-FH (Lambhagavöllurinn)
17:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
2. deild kvenna - A úrslit
14:00 Haukar-ÍH (BIRTU völlurinn)
14:00 Völsungur-KR (PCC völlurinn Húsavík)
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)
19:15 Valur-KR (N1-völlurinn Hlíðarenda)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |