Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 13. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Martínez mjög ánægður með Renato Veiga
Mynd: EPA
Portúgal fór til Póllands og sótti sigur í Þjóðadeildinni í gær, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði í þriðja leiknum í röð.

Roberto Martínez landsliðsþjálfari var kátur að leikslokum. Hann skipti Ronaldo útaf á 63. mínútu og segist einungis hafa gert það til að spara hann fyrir næsta leik sem er eftir þrjá daga.

„Við spiluðum góðan leik en það eru vonbrigði að hafa ekki tekist að halda hreinu, það var eitt af markmiðunum okkar. Frammistaðan var mjög góð og ég er ánægður með strákana," sagði Martínez, sem var spurður út í miðvörðinn Renato Veiga, efnilegan leikmann Chelsea sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöldi.

„Renato er frábær varnarmaður og er strax búinn að mynda góða tengingu við Rúben Dias. Þeir gerðu mjög vel að halda einum af bestu framherjum heimsfótboltans (Robert Lewandowski) niðri í 90 mínútur."

Portúgal er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og er nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.

„Við erum að gera vel í þessari keppni en okkar helsta markmið er að tryggja okkur sæti á næsta HM."
Athugasemdir
banner
banner
banner