Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Atli Hrafn yfirgefur HK (Staðfest) - Á leið til KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Hrafn Andrason er farinn frá HK á frjálsri sölu eftir tvö ár í Kópavogi.

Atli Hrafn er 25 ára gamall og skoraði 6 mörk í 61 leik fyrir meistaraflokk HK sem féll úr Bestu deildinni á markatölu í haust.

Atli vildi ekki fara með HK niður um deild og er hann sagður vera á leið til KR.

„Þakka þér fyrir tímann Atli og vertu ávallt velkominn í Hlýjuna aftur," segir meðal annars í færslu frá HK á samfélagsmiðlum.

Atli er uppalinn hjá KR og snýr því aftur heim með þessum félagaskiptum, en hann hefur einnig spilað fyrir Víking R., Breiðablik og ÍBV á ferlinum.

   02.11.2024 10:18
Atli Hrafn á leið í KR - Vilja annan frá HK en fá samkeppni

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner