Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. desember 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Erdogan ræddi við dómarann á sjúkrahúsinu
Halil Umut Meler er einn besti dómari Tyrklands.
Halil Umut Meler er einn besti dómari Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Tyrkneski fótboltinn fer aftur af stað 19. desember en allar deildir í landinu voru stöðvaðar eftir að ráðist var á dómara í leik í efstu deild á mánudaginn.

Faruk Koca forseti MKE Ankaragucu óð inn á völlinn og kýldi dómarann Halil Umut Meler niður í jörðina. Meler hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi en hann er með áberandi glóðarauga.

Mehmet Yorubulut yfirlæknir á Acibadem sjúkrahúsinu segir að Meler sé í góðu ástandi eftir árásina.

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands talaði við Meler í gegnum síma meðan hann var á sjúkrahúsinu og sagðist vera leiður og misboðið vegna þess sem hann varð fyrir.

Meler er einn besti dómari Tyrklands ætlar að halda áfram dómgæslu. Hann stefnir á að starfa á Evrópumóti landsliða í Þýskalandi á næsta ári og segist Mehmet Buyukeksi, yfirmaður tyrkneska fótboltasambandsins, búast við því að honum takist það.
Athugasemdir
banner
banner
banner