Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. febrúar 2023 13:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Rúnar í Val (Staðfest)
Mættur á Hlíðarenda.
Mættur á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir Vals. Samningurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu.

Andri lék með ÍBV í fyrra en rifti samningi sínum eftir tímabilið. Hann er 32 ára sóknarmaður sem skoraði 10 mörk í 25 leikjum fyrir Eyjamenn á síðasta tímabili.

Framherjinn er 32 ára gamall og hefur skorað 31 mark í 65 leikjum í efstu deild. Hann fór í atvinnumennsku eftir tímabilið 2017 hjá Grindavík þar sem hann skoraði nítján mörk í 22 leikjum, mesti markafjöldi sem hefur náðst í efstu deild á einu tímabili.

Í atvinnumennsku lék hann með Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg en sneri til baka til Íslands fyrir síðasta tímabil þar sem hann skoraði tíu mörk í 21 leik.

Sjá einnig:
Andri segir að laun skipti ekki miklu máli í ákvörðun sinni
Patrick Pedersen í aðgerð - Mögulega ekki klár fyrr en í júlí

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner