Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. febrúar 2023 17:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta sættir sig ekki við neitt annað en að fá stigin til baka
Mynd: EPA

Lee Mason verður ekki í VAR herberginu um næstu helgi þar sem hann gerði slæm mistök í viðureign Arsenal og Brentford um síðustu helgi.


Jöfnunarmark Brentford fékk að standa en dómarasambandið baðst síðar afsökunar á því þar sem um rangstöðu var að ræða. Markið gæti haft gríðarleg áhrif í titilbaráttunni.

Mikel Arteta stjóri Arsenal var eðlilega ekki sáttur þegar hann sá atvikið.

„Eftir að við skoðuðum öll sönnunargögn enduðum við leikinn mjög reiðir og svekktir. Við virðum afsökunarbeiðnina og útskýringarnar [frá dómarasambandinu]. Við fengum mikla samúð frá kollegum okkar í fótboltanum," sagði Arteta.

„Við sættum okkur aðeins við að fá stigin tvö til baka, sem verður ekkert úr. Þeir voru einlægir og opnir sem er mjög gott en það breytir ekki þeirri staðreynd að við töpuðum tveimur stigum."

Arsenal er með þriggja stiga forystu á Manchester City á toppnum en á leik til góða. Liðin mætast á Emirates á morgun.

Sjá einnig:
Mason refsað fyrir mistökin stóru um helgina


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner