Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. febrúar 2023 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mason refsað fyrir mistökin stóru um helgina
Lee Mason.
Lee Mason.
Mynd: Getty Images
Lee Mason verður ekki í VAR-herberginu í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Mason hefur fengið gríðarlega gagnrýni eftir störf sín á leik Arsenal og Brentford um síðustu helgi.

Jöfnunarmark Brentford fékk að standa en dómarasambandið baðst síðar afsökunar á því þar sem um rangstöðu var að ræða. Markið gæti haft gríðarleg áhrif í titilbaráttunni.

Mason var í VAR-herberginu en það var sagt frá því eftir leik að hann hefði einfaldlega gleymt að teikna línur fyrir rangstöðuna. Það hljómar eins og hann hafi einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxinn í þessu tilviki.

Þetta voru ekki einu mistök helgarinnar en það hefur verið kallað eftir því að Mason verði rekinn úr starfi sínu í VAR-herberginu. Hann hefur gert fleiri svona mistök á síðustu tveimur tímabilum.

Sjá einnig:
Refsað eftir mistök helgarinnar og tekinn af stórleikjum
Enski boltinn - Vanhæfir í VAR-herberginu
Athugasemdir
banner
banner
banner