Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. febrúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mudryk líkaði við færslu sem gagnrýnir Cucurella
Mynd: Heimasíða Chelsea
Mudryk hefur komið við sögu í þremur leikjum á ferli sínum hjá Chelsea og lauk þeim öllum með jafntefli.
Mudryk hefur komið við sögu í þremur leikjum á ferli sínum hjá Chelsea og lauk þeim öllum með jafntefli.
Mynd: Getty Images

Mykhailo Mudryk og Marc Cucurella voru í byrjunarliði Chelsea sem gerði 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.


Cucurella hefur ekki verið að spila uppá sitt besta hjá sínu nýja félagi og eru stuðningsmenn Chelsea þreyttir á spænska bakverðinum sem kostaði félagið 63 milljónir punda síðasta sumar, eftir kapphlaup við Manchester City.

Cucurella var í vinstri bakverði og Mudryk á vinstri kanti en þeir náðu ekki vel saman gegn Hömrunum og sást pirringur Mudryk augljóslega á ákveðnum tímapunktum, sérstaklega eitt skiptið sem hann tók gott hlaup innfyrir vörnina en Cucurella kaus að senda boltann frekar til hliðar.

Mudryk var ekki sá eini sem lét rangar ákvarðanir og slakar sendingar frá Cucurella pirra sig. Stuðningsmenn voru ósáttir og klöppuðu dátt þegar Cucurella var skipt af velli í síðari hálfleik. Eftir leik mátti svo sjá aragrúa af 'meme' myndum af Cucurella á samfélagsmiðlum og tóku glöggir netverjar eftir því þegar Mudryk líkaði við eina slíka mynd á Instagram.

Myndin sem Mudryk líkaði við snýr að sendingum Cucurella, þar sem Spánverjinn er tilbúinn til að senda á alla liðsfélaga sína nema Mudryk.

Aðgangur Mudryk á Instagram var ekki lengi að taka 'like' í burtu frá myndinni en það var um seinan. Internetið sá þetta.

„Stuðningsmenn eru með sömu markmið og við og þeir eiga rétt á sinni skoðun. Þeir vilja sjá liðið gera vel. Eins og ég sagði fyrir leik þá er Marc (Cucurella) augljóslega ekki uppá sitt besta þessa dagana, en hann var samt partur af byrjunarliði sem hélt hreinu á Anfield og gegn Fulham," sagði Potter eftir jafnteflið.

„Marc er ekki lélegur í fótbolta, hann er bara að ganga í gegnum erfiða tíma. Það er mikilvægt að við stöndum allir saman og hjálpum honum að komast yfir þessa erfiðleika."

Sjá einnig:
Boehly líkaði við færslu þar sem Cucurella var gagnrýndur


Athugasemdir
banner