Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 14. júní 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Longstaff orðaður við Man Utd
Longstaff í leik með Newcastle.
Longstaff í leik með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að Manchester United sé að reyna að kaupa Sean Longstaff, miðjumann Newcastle.

Ole Gunnar Solskjær fékk Daniel James frá Swansea á dögunum en nú er hann sagður vilja fá Longstaff í sinn hóp.

Sagt er að Manchester United telji sig geta keypt hann á um 25 milljónir punda.

Longstaff er 21 árs og lék ellefu leiki í byrjunarliði Newcastle á síðasta tímabili. Hann fékk mikið lof fyrir framlag sitt en meiddist á hné gegn West Ham 2. mars og spilaði ekki meira á tímabilinu.

Solskjær vill fá til sín unga breska leikmenn sem félagið getur þróað.
Athugasemdir
banner