West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fös 14. júní 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Allt á að snúast um Kroos á þessu móti
Toni Kroos leikur sitt síðasta mót.
Toni Kroos leikur sitt síðasta mót.
Mynd: Getty Images
Kroos vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Kroos vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Mynd: EPA
Upphafsleikur Evrópumótsins fer fram í kvöld þegar gestgjafar Þýskalands taka á móti Skotlandi. Eftir stormasaman aðdraganda þýska liðsins að mótinu hefur bjartsýni heimamanna aukist eftir því sem nær hefur dregið.

Eftir að Hansi Flick var rekinn og Julian Nagelsmann ráðinn í hans stað þurfti nýi landsliðsþjálfarinn nokkra leiki til að slípa leikkerfi sitt til. Árangurinn sýndi sig í mars í sigurleikjum gegn Frakklandi og Hollandi. Liðið sýndi ákefð og var beinskeyttara.

Það kom einnig mikill meðbyr með þeirri ákvörðun Toni Kroos miðjumanns Real Madrid að snúa aftur í þýska landsliðið. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir síðasta EM en tekur þá nú fram aftur og stígur 'síðasta dansinn' á EM í heimalandinu.

Kroos er 34 ára og vann spænska meistaratitilinn og Meistaradeildina á nýafstöðnu tímabili.

„Þrátt fyrir aldurinn er Kroos enn einn hæfileikaríkasti leikmaður Þýskalands. Fáir í Þýskalandi neita því að allt á að snúast um þennan reynslumikla leikmann á mótinu," segir fótboltasérfræðingurinn Constantin Eckner.
Athugasemdir
banner
banner
banner