Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 14. júlí 2019 19:59
Arnar Helgi Magnússon
Óli Stefán: Í „krísu" er sjálfstraustið ekki hátt
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var gífurlega svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn HK í kvöld.

KA hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

„Eina það sem ég hugsa um núna eru vonbrigðin að hafa fengið mark á okkur á þessu mómenti þegar við vorum að stjórna leiknum," sagði Óli.

„Það er svolítið okkar saga í síðustu leikjum að við höfum verið öflugir á köflum en ekki náð að nýta þær stöður. Þetta er stöngin út og síðan fáum við eitt á okkur og við þurfum að fara vel yfir það. Þegar við erum í „krísu" þá er sjálfstraustið oft ekki hátt."

Óli segir að menn séu ekki orðnir örvæntingarfullir þrátt fyrir sex töp í síðustu sjö leikjum.

„Ekki örvæntingafullir en auðvitað þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá þér og þetta er ekki að falla fyrir okkur þá er kannski eðlilegt að tilfinningarnar beri menn ofurliði. Við þurfum að halda haus og vera fagmenn."

Óli er ekki sannfærður um að KA ætli að styrkja sig í glugganum.

„Við verðum að taka stöðuna og sjá hvað er best að gera. Hvort það sé gott að taka inn leikmann eða hvað, það verður að koma í ljós," sagði Óli að lokum.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner