Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 14. júlí 2019 19:59
Arnar Helgi Magnússon
Óli Stefán: Í „krísu" er sjálfstraustið ekki hátt
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var gífurlega svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn HK í kvöld.

KA hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

„Eina það sem ég hugsa um núna eru vonbrigðin að hafa fengið mark á okkur á þessu mómenti þegar við vorum að stjórna leiknum," sagði Óli.

„Það er svolítið okkar saga í síðustu leikjum að við höfum verið öflugir á köflum en ekki náð að nýta þær stöður. Þetta er stöngin út og síðan fáum við eitt á okkur og við þurfum að fara vel yfir það. Þegar við erum í „krísu" þá er sjálfstraustið oft ekki hátt."

Óli segir að menn séu ekki orðnir örvæntingarfullir þrátt fyrir sex töp í síðustu sjö leikjum.

„Ekki örvæntingafullir en auðvitað þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá þér og þetta er ekki að falla fyrir okkur þá er kannski eðlilegt að tilfinningarnar beri menn ofurliði. Við þurfum að halda haus og vera fagmenn."

Óli er ekki sannfærður um að KA ætli að styrkja sig í glugganum.

„Við verðum að taka stöðuna og sjá hvað er best að gera. Hvort það sé gott að taka inn leikmann eða hvað, það verður að koma í ljós," sagði Óli að lokum.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner