fim 14. júlí 2022 18:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Steini hálfdapur eftir leik - „Þorðum ekki að spila boltanum"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd úr leiknum
Mynd úr leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í 2. umferð riðlakeppni EM kvenna í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark Íslands á 3. mínútu en þær ítölsku jöfnuðu metin í seinni hálfleik. Bæði lið fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í leiknum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ítalía 1 -  1 Ísland

„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður, er svona hálfdapur ef ég á að segja eins og er," sagði Steini.

„Við lögðum allt í þetta, lögðum okkur fram og reyndum allt sem við gátum. Við vorum í vandræðum á köflum en þegar þú ert í vandræðum þá er bara að verjast og reyna verja markið þitt og vinna hægt og rólega úr þessu. Við fengum náttúrulega alveg dauðafæri í þessum leik líka. Auðvitað vildum við vinna og maður er alltaf svekktur þegar maður uppsker ekki það sem maður ætlaði sér. Maður verður svekktur í kvöld en ég verð orðinn glaður aftur á morgun."

Hvað fannst þér vanta upp á í leik íslenska liðsins í dag?

„Mér fannst aðallega að við héldum ekki nógu mikið í boltann, þorðum ekki að spila honum og það var smá æsingur í okkur - höfðum stundum meiri tíma á boltanum en við héldum. Kannski var eitthvað stress í okkur að við þyrftum að gera allt einn, tveir og þrír. Þær voru ekkert endilega að pressa neitt hátt á okkur þannig, gáfu okkur alveg tíma á boltanum og mér fannst alveg vera pláss þarna til að spila. Svona er þetta bara, við höfum alveg spilað betur og ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta var ekki besti leikurinn okkar en við erum spila í úrslitakeppni á EM, á móti góðum liðum og þetta eru allt erfiðir andstæðingar."

„Þetta stig getur skipt okkur gríðarlega miklu máli, þetta er langt í frá búið. Við verðum bara að vona að Frakkar vinni á eftir. Þá er þetta áfram í okkar höndum,"
sagði Steini.

Frakkland mætir Belgíu í Rotherham í leik sem hefst núna klukkan 19:00 á íslenskum tíma.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner