Brasilíski táningurinn Endrick gengur til liðs við Real Madrid seinna í sumar, þegar hann hefur náð 18 ára aldri. Endrick á 18 ára afmæli 21. júlí og getur þá skipt yfir til Real.
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þessum efnilega framherja sem hefur nú þegar skorað 30 mörk í 98 leikjum fyrir Palmeiras þrátt fyrir að vera 17 ára gamall.
Auk þess að vera lykilmaður í liði Palmeiras hefur Endrick nú þegar spilað 10 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim þrjú mörk.
Hann hefur ávalt verið mikill stuðningsmaður Real Madrid eins og faðir sinn, sem vildi nefna hann Di Stéfano í höfuðið á Alfredo Di Stéfano, sem er ein af stærstu goðsögnum í sögu Real Madrid.
„Það er satt að faðir minn vildi skíra mig Di Stéfano en móðir mín tók það ekki í mál. Saga mín með Real Madrid hófst áður en ég fæddist!" sagði Endrick í viðtali við L'Equipe.
„Ég er mjög spenntur fyrir að ganga til liðs við Real Madrid. Eftir komu Mbappé munum við líta út eins og tölvuleikjalið á næstu leiktíð."
Athugasemdir