Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   sun 14. júlí 2024 12:48
Ívan Guðjón Baldursson
Tommy Setford í læknisskoðun hjá Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal er að ganga frá kaupum á ungum markverði sem kemur úr röðum Ajax. Sá er enskur og heitir Tommy Setford.

Setford er 18 ára gamall og er Arsenal að borga um eina milljón evra til að tryggja sér táninginn, sem gerir fjögurra ára samning.

Setford átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax en hann er staðráðinn í því að verða aðalmarkvörður enska landsliðsins og telur sig eiga betri möguleika á að ná því markmiði með því að spila á Englandi.

Arsenal hefur verið í leit að efnilegum markverði í sumar og reyndi að krækja í Dan Bentley frá Wolves, en Úlfarnir höfnuðu tilboðinu.

Setford er fæddur og uppalinn í Hollandi en er gjaldgengur í enska landsliðið í gegnum föður sinn sem er enskur.

Hann er talinn vera gríðarlega efnilegur markvörður og var í lykilhlutverki í U17 landsliði Englendinga. Hann á í heildina 21 landsleik að baki fyrir unglingalið Englands, þar af 17 fyrir U17 liðið.

Eldri bróðir Tommy heitir Charlie og er hann einnig markvörður hjá Ajax.

   15.03.2022 17:00
Liðsfélagi Kristians ætlar sér að spila fyrir England

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner