Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 14. ágúst 2020 21:25
Ingimar Bjarni Sverrisson
Jón Sveins: Eðlilega er mönnum heitt í hamsi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst ánægður með karakterinn í liðinu. Auðvitað ekki sáttur við að vinna ekki heimaleiki og ekki sáttur við að fá á sig fjögur mörk en frábær karakter,“ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 4-4 við eyjamenn í Safamýri í dag. Fram hafði lent undir í leiknum 0-1, 1-2 og 2-4 en jöfnuðu á lokamínútunum.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  4 ÍBV

„Þetta eru atriði sem við vorum búnir að ræða fyrir leikinn. Við vitum að ÍBV eru öflugir og ekki bara í föstum leikatriðum. Þeir eru grimmir að vinna annan og þriðja bolta inn í teig og skora mörg mörk svona. Við ætluðum ekki að fá svona mörk á okkur en þau urðu tvö í fyrri hálfleik,“ sagði hann um varnarleik liðsins í fyrri hálfleik spurður um mörk ÍBV úr hornum.

„Nei, ég held að heilt yfir hafi dómarinn bara staðið sig nokkuð vel í dag,“ sagði hann um dómara leiksins, spurður um þann pirring sem var komin í lið hans undir lokin. Hann hélt áfram og sagði: „Þetta eru tvö öflug lið, sem eru að berjast að komast uppúr þessari deild, svo eðlilega er mönnum heitt í hamsi“
Athugasemdir
banner