Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 14. september 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn um Orra Stein: Þú ert á þeim stað sem þú átt skilið að vera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Orri Steinn Óskarsson, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu en hann skipti nýverið til Spánar frá Danmörku.


Hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með FCK í Danmörku og var að lokum keyptur til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann spilaði einn leik fyrir Sociedad fyrir landsleikjahlé.

Í landsleikjahléinu skoraði hann annað af mörkum Íslands í 2-0 sigri á Svartfjallalandi.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra Steins, um uppganginn á Orra Steini undanfarið.

„Það er auðvitað sérstök tilfinning. Þú ert á þeim stað sem þú átt skilið að vera, hann er búinn að leggja sig fram og ganga í gegnum allan tilfinningaskalann hjá FCK. Hann er búinn að sýna mikla þrautseigju og dugnað. Ég er eins og mamma hans og öll fjölskyldan mjög stolt af honum," sagði Óskar Hrafn.


Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Athugasemdir
banner
banner
banner