Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. október 2020 09:20
Magnús Már Einarsson
Máni: Best að flauta Pepsi Max kvenna af - 12 liða deild
Úr toppslagnum í Pepsi Max-deild kvenna á dögunum.
Úr toppslagnum í Pepsi Max-deild kvenna á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi mörkunum á Stöð 2 Sport, er á því að flauta eigi Pepsi Max-deild kvenna af og fjölga liðum um tvö á næsta ári. Máni birti í gærkvöldi hugleiðingar sínar á Facebook í tengslum við frétt Fótbolta.net í gær um að mörg félög í deildinni bíði átekta með fréttir af framhaldi mótsins vegna erlendra leikmanna sinna.

„Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti.Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af," segir Máni í færslu sinni á Facebook.

„Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur."

„1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,"
sagði Máni.

Sjá einnig:
„Mjög óhressir með hversu mikið á að halda þessu til streitu"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner