Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Diego Costa frá í þrjá mánuði
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Atletico Madrid, verður frá keppni næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla á hálsi.

Costa gæti neyðst til að fara í aðgerð en hvort sem það verður eða ekki þá er ljóst að hann spilar ekki aftur fyrr en í febrúar.

Þetta er áfall fyrir Costa sem hefur verið að reyna að vinna sér aftur sæti í spænska landsliðinu á nýjan leik en síðasti leikur hans þar var í júlí 2018.

Samkvæmt frétt ESPN mun Atletico Madrid ekki fá nýjan leikmann í janúar til að fylla skarð Costa þar sem félagið hefur nú þegar farið alveg upp að launaþaki sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner