Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fim 14. nóvember 2019 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Mjög gíraðir og peppaðir að klára þetta í umspilinu
Icelandair
Hannes Þór fyrir miðju.
Hannes Þór fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tómleikatilfinning einhver," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, eftir markalaust jafntefli gegn Tyrklandi.

„Við erum búnir að vera með þetta markmið í marga mánuði, að komast á EM með því að klára riðilinn. Við vissum eftir síðasta landsleikjaglugga að það yrði langsótt, en við höfðum trú á þessu."

Lestu um leikinn: Tyrkland 0 -  0 Ísland

„Við höfum haft trú á Tyrkjunum og við vissum að ef við myndum vinna þá, þá myndum við setja töluverða pressu á þá."

„Núna er þetta farið, en við erum mjög gíraðir og peppaðir að klára þetta í umspilinu í mars."

Ísland fer að öllum líkindum í umspil í mars um sæti á lokakeppni EM.

Ísland er með 16 stig í þriðja sæti riðilsins, en á ekki möguleika fyrir síaðsta leikinn gegn Moldóvu.

„Það er galið að við séum með 16 stig og eftir fína undankeppni að eiga ekki séns fyrir lokaleik. Við erum búnir að eiga fína undankeppni að mörgu leyti. Tyrkirnir hafa átt frábæra undankeppni og allt fallið með þeim."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner