Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyjamenn ætla sér að fá Jörgen Pettersen
Öflugur miðjumaður.
Öflugur miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net mikinn áhuga á því að fá Jörgen Pettersen. Norski miðjumaðurinn er með lausan samning eftir að hafa spilað með Þrótti síðustu tvö ár í Lenjgudeildinni.

Jörgen er 27 ára og kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2021 og lék fyrstu tvö tímabilin með ÍR í 2. deild. Hann var einmitt orðaður við endurkomu í ÍR í slúðurpakkanum fyrr í vetur.

Í sumar lék hann sautján deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Leikirnir hefðu orðið fleiri ef hann hefði ekki fengið þungt höfuðhögg í leik gegn ÍBV og misst úr nokkra leiki. Eitt af mörkunum í sumar kom í Vestmannaeyjum.

Alls hefur Jörgen skorað sautján deildarmörk í 81 deildarleik og sjö mörk í fimmtán bikarleikjum.

ÍBV vann Lengjudeildina í sumar og hefur nú þegar sótt tvo leikmenn í vetur; þá Omar Sowe og Arnór Inga Kristinsson frá Leikni. Þorlákur Árnason er þjálfari ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner