Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósar Hans í hástert - „Gríðarleg styrking að fá hann inn"
Úr bikarúrslitaleiknum.
Úr bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti mjög gott fyrsta tímabil með KA. Hann er samningsbundnn KA út næsta tímabil.
Átti mjög gott fyrsta tímabil með KA. Hann er samningsbundnn KA út næsta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor Guðmundsson átti mjög gott tímabil með KA á nýliðnu tímabili. Hann var einn af einungis tveimur leikmönnum sem KA fékk nýjan inn frá tímabilinu á undan. Lengi vel var Hans Viktor eini leikmaðurinn sem KA hafði fengið inn í hópinn en í lok mars samdi svo félagið við Viðar Örn Kjartansson.

Á lokahófi KA var Hans Viktor valinn leikmaður ársins hjá KA. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, ræddi við Fótbolta.net á dögunum og ræddi um varnarmanninn.

„Það kom ekki mikil styrking milli ára en Hans Viktor kom inn og stóð sig frábærlega. Ótrúlegt kredit á hann að hafa komið hingað og staðið sig svona vel á sínu fyrsta tímabili. Sérstaklega af því það er mjög erfitt að standa sig vel sem hafsent í liði sem er ekki að virka. Hann var stabíll og góður í gegnum allt tímabilið og var í flestum leikjum virkilega góður, líka í tapleikjum. Það var gríðarleg styrking að fá hann inn í hópinn," sagði þjálfarinn. KA byrjaði tímabilið illa en Hans sýndi þrátt fyrir það góða frammistöðu.

Maður leiksins í bikarúrslitaleiknum
Hans Viktor kom frá Fjölni síðasta vetur, var fenginn sem miðvörður við hlið Ívars Arnar Árnasonar og var fljótur að stimpla sig inn í liðið. Á stærsta sviðinu, í bikarúrslitaleiknum, var Hans svo maður leiksins.

„Mér fannst Hans gjörsamlega frábær í bikarúrslitaleiknum, við erum búnir að tala um Hans en Ívar er líka búinn að vera algjörlega frábær. Hann er búinn að vera hjá okkur og maður stundum gleymir að tala um hann af því maður ætlast bara til þess að hann sé virkilega góður, Ívar er bara kominn það langt."

„Þetta er stærsti leikur sem Hans hefur spilað á ævinni. Það voru þrír leikmenn sem ég var spenntur að sjá hvernig þeir myndu höndla þetta svið. Það voru Stubbur, Jakob og Hans, þeir höfðu aldrei spilað svona stóran leik. Það er alveg sama hvað menn segja, þegar þú spilar einhvern leik sem þú hefur aldrei gert áður, leik sem skiptir þig miklu máli, þá veistu ekki alltaf hvernig menn bregðast við. Þeir stóðu sig allir vel og Hans gjörsamlega át Víkingana. Hann fór yfirleitt í bakið á þeim, lagði þá rólega niður á jörðina, tók boltann og fór upp völlinn. Hann var líka virkilega sterkur í skallaboltunum í lokin."

„Hann er sigurvegari, klár strákur og fljótur að ná þeim atriðum sem ég vil að varnarmenn hugsi um. Það eru alls konar hlutir sem við æfum sem hann var ótrúlega fljótur að ná. Það var gott fyrir hann að koma inn í rútínerað lið þar sem allir hinn höfðu verið að gera sömu hlutina undanfarin ár. Hann var virkilega öflugur í leiknum,"
sagði Haddi sem hrósaði einnig Daníel Hafsteinssyni og Hallgrími Mar Steingrímssyni fyrir frammistöðu þeirra í bikarúrslitaleiknum.

Umræðu um bikarúrslitaleikinn hefst á 44. mínútu í spilaranum hér að neðan og um einstaka frammistöðu eftir um klukkutíma spilun.
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Athugasemdir
banner
banner
banner