Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. desember 2019 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea tapaði og Leicester missteig sig
Dan Gosling fagnar marki sínu.
Dan Gosling fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Ekki dagurinn hjá Leicester.
Ekki dagurinn hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Fleck gerði bæði mörk Sheffield United.
Fleck gerði bæði mörk Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Liverpool verður með tíu stiga forskot að lokinni 17. umferðinni í ensku úrvalsdeildinni eftir að Leicester, liðið í öðru sæti, gerði jafntefli á heimavelli við Norwich.

Leicester var ekki upp á sitt besta, rétt eins og Liverpool fyrr í dag gegn Watford. Munurinn er hins vegar sá að Liverpool tókst að vinna sinn leik, Leicester gerði það ekki.

Teemu Pukki kom Norwich yfir á 26. mínútu, en Leicester jafnaði á 38. mínútu er Tim Krul, markvörður Norwich, gerði sjálfsmark.

Norwich varðist mjög vel í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1-1. Leicester er í öðru sæti, tíu stigum frá Liverpool. Norwich er í 19. sæti með 12 stig.

Þá er Meistaradeildarbaráttan að opnast heldur betur. Chelsea tapaði á heimavelli gegn Bournemouth þar sem Dan Gosling skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Bournemouth í miklum meiðslavandræðum, en þeir gerðu frábærlega að vinna þennan leik.

Með sigri á morgun gegn Everton getur Manchester United komist tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bournemouth er í 14. sæti með 19 stig eftir sigurinn í dag.

Sheffield United fór upp fyrir Manchester United í fimmta sæti deildarinnar með sigri gegn Aston Villa á heimavelli. John Fleck skoraði bæði mörk Sheffield United, en Jack Grealish klúðraði vítaspyrnu.

Aston Villa er í 17. sæti eftir þrjú töp í röð.

Þá komst Burnley aftur á sigurbraut og stöðvaði sigurgöngu Newcastle með 1-0 sigri á heimavelli. Chris Wood skoraði markið. Burnley er í 12. sæti og Newcastle í 11. sæti.

Burnley 1 - 0 Newcastle
1-0 Chris Wood ('58 )

Chelsea 0 - 1 Bournemouth
0-1 Dan Gosling ('84 )

Leicester City 1 - 1 Norwich
0-1 Teemu Pukki ('26 )
1-1 Tim Krul ('38 , sjálfsmark)

Sheffield Utd 2 - 0 Aston Villa
1-0 John Fleck ('50 )
2-0 John Fleck ('73 )
2-0 Jack Grealish ('79, misnotuð vítaspyrna)

Leikur Southampton og West Ham hefst 17:30. Hérna er hægt að skoða byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner