Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 15. janúar 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði meiddist á ökkla - „Vitum ekkert fyrr en á morgun"
Jón Daði í leik með Bolton
Jón Daði í leik með Bolton
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Bolton Wanderers á Englandi, gæti verið frá næstu vikur eftir að hafa meiðst í 3-0 sigri liðsins á Portsmouth í gær.

Framherjinn, sem hefur skorað átta mörk á tímabilinu, fór meiddur af velli á 37. mínútu leiksins eftir að hafa lent illa eftir skallaeinvígi.

Hann hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en er þrátt fyrir það annar markahæsti maður liðsins á tímabilinu á eftir Dion Charles.

Ian Evatt, stjóri Bolton, sagði að frekari frétta er að vænta á morgun.

„Eina neikvæða við leikinn voru meiðsli Jóns. Þetta lítur ekki of illa út. Hann er bólginn en við vitum ekki hversu alvarleg þessi meiðsli eru fyrr en á mánudag,“ sagði Evatt í gær.
Athugasemdir
banner
banner