Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. febrúar 2021 12:30
Enski boltinn
Afgerandi merki um að sóknarleikur Arsenal sé að lagast
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki.
Mynd: Getty Images
„Þetta var langþráð. Aubameyang hrökk vel í gang eftir basl í vetur," sagði Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í 4-2 sigri á Leeds í gær en hann er kominn með átta mörk á tímabilinu eftir rólega byrjun.

„Auba klárar færi ef hann kemst í þau. Stóra málið var að hann var ekki að fá nein færi og ekki heldur Lacazette. Færasköpun liðsins hefur verið arfaláleg í allan vetur."

„Hún var ekkert sérstaklega góð hjá Arteta í fyrra. Aubameyang var þá að nýta færin umfram gæði. Maður skildi alveg þessa byrjun hjá Arteta. Það þurfti að þétta þar sem liðið var opið til baka og vörnin ekki góð. Síðan er ekki búið að taka næsta skref og það hefur verið að trufla mig mikið í vetur,"
sagði Jón.

Jón var ánægður með að sjá betri sóknarleik í leiknum gegn Leeds í gærkvöldi.

„Ég var ánægðastur með að sjá afgerandi merki um að sóknarleikur liðsins sé að lagast. Sóknarleikurinn hefur verið meira og minna afleitur. Arsenal hefur ekki skorað í 9 af 24 leikjum. Það eru bara fjögur neðstu liðin sem eru með jafn slæma tölfræði þar. Þar hefur verið mesta áhyggjuefnið í kringum Arteta. Sóknarleikurinn hefur verið brokkgengur og jafnvel ósannfærandi á köflum síðan hann tók við."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var meira rætt um Arsenal. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Framtíð Arsenal og basl Liverpool
Athugasemdir
banner
banner