Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. febrúar 2023 12:52
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands gegn Skotlandi: Olla Sigga byrjar í fyrsta landsleiknum
Icelandair
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Standið er fínt, allar eru heilar og klárar í leikinn. Við erum í fínum málum," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins eftir æfingu í gær.

Ísland hefur leik á Pinatar æfingamótinu á Spáni klukkan 14 þegar liðið leikur gegn Skotlandi. Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Ísland spilar þrjá leiki á mótinu og Þorsteinn mun nota hópinn vel í gegnum þessa þrjá leiki.

„Við gerum ráð fyrir að allir leikmenn muni spila, við munum rótera milli leikja og nota skiptingarnar."

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Skotland

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sem er 19 ára leikmaður Þróttar, spilar sinn fyrsta landsleik en hún er í byrjunarliðinu í dag.

"Það var frábær tilfinning. Ég er mjög stolt, ánægð og þakklát líka að sjá nafnið mitt þarna. Ég get ekki sagt að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, en þetta kom kannski smá á óvart," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, í samtali við Fótbolta.net eftir að hún var valin í landsliðshópinn.

Hún segist hafa stefnt lengi á það að komast í A-landsliðið. "Já, það hefur alltaf verið markmiðið frá því ég var lítil og draumur. Upp á síðkastið hefur þetta verið markmiðið."

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild

Byrjunarlið Íslands:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
15. Alexandra Jóhannsdóttir
16. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner