Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 15. mars 2025 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fimmti útisigur Brentford í röð
Christian Norgaard var hetja Brentford
Christian Norgaard var hetja Brentford
Mynd: EPA
Bournemouth 1 - 2 Brentford
1-0 Vitaly Janelt ('17 , sjálfsmark)
1-1 Yoane Wissa ('30 )
1-2 Christian Norgaard ('71 )

Bournemouth byrjaði tímabilið stórkostlega en liðið er í lægð þessa stundina. Bournemouth hefur ekki unnið í fjórum síðustu leikjum eftir tap gegn Brentford í dag.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Brentford þar sem Vitaly Janelt varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá hinum eftirsótta Milos Kerkez.

Um stundafjórðungi síðar jafnaði Yoane Wissa metin þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Bryan Mbeumo. Brentford náði forystunni í seinni hálfleik þegar Christian Norgaard kom boltanum í netið eftir langt innkast.

David Brooks kom inn á sem varamaður í lið Bournemouth og stuttu síðar fékk hann gullið tækifæri til að jafna metin. Hann átti skot eftiir fyrirgjöf frá Luis Sinisterra en Mark Flekken varði á línu.

Brentford fór upp fyrir Crystal Palace í 11. sæti deildarinnar með 41 stig en Bournemouth er í 9. sæti með 44 stig. Þetta var þriðja tap Bournemouth á heimavelli og fimmti sigur Brentford á útivelli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner