Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fanney Inga og Amanda komnar í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fanney Inga Birkisdóttir var í markinu þegar Hacken vann Djurgarden í sænska bikarnum 4-2.

Þetta var síðasti leikurinn í riðlakeppninni og liðið er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leikina. Fanney spilaði alla leikina.

Amanda Andradóttir sat allan tímann á bekknum þegar Twente vann Den Haag 1-0 í átta liða úrslitum hollenska bikarnum.

Amanda kom við sögu í síðasta deildarleik en það var fyrsti leikurinn hennar eftir áramót. Hún hefur verið að kjást við meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner