KR-ingar heimsóttu Keflvíkinga til Keflavíkur fyrr í dag og fóru með 0-2 sigur af hólmi á gervigrasvellinum fyrir utan Nettóhöllina.
Benoný Breki kom inná og spilaði sinn fyrsta KSÍ leik fyrir KR í dag og skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 KR
„Þetta er bara geggjuð byrjun á mótinu. Fínt að ná sigri á Keflavík og mark er mark.''
„Geggjuð tilfinning að byrja með marki. Alltaf gaman að skora.''
Faðir Benoný er mikill KR-ingur, jók það stoltið að koma í KR og skora í fyrsta leik?
„Já klárlega, öll fjölskyldan er KR fjölskylda, ég ólst upp við að horfa á KR.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir