Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   þri 15. apríl 2025 20:24
Anton Freyr Jónsson
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltof stórt. Fyrri hálfeikurinn í það heila mjög slök frammistaða, mættum ekki til leiks og það þýðir ekkert á móti liði eins og Breiðablik" voru fyrstu viðbrögð Jóhannesar Karls þjálfara Stjörnunar eftir leik á Kópavogsvelli en Breiðablik vann Stjörnuna 6-1 í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Stjarnan

„Nei í rauninni ekki Blikarnir, það kom mér á óvart hvernig mitt lið kom inn í leikinn. Ástæðan fyrir því að Blikarnir litu gríðarlega vel út, við erum bara ekki nægilega agaðar, slakar í pressunni, gefum allof mikið svæði og opnum of mikið og Blikar eru alltof gott lið til þess að gefa þeim þennan tíma og pláss á vellinum."

„Seinni hálfleikurinn ber þess merki að leikurinn er nokkurnvegin búin, þær stíga aðeins af bensíngjöfinni og ég held að við þurfum bara að skoða okkar leik og fyrst og fremst hafa trú á því sem við erum að gera."


Stjarnan fær Víking Reykjavík í heimsókn í næstu umferð

„Við þurfum náttúrulega bara mæta með allt öðru hugarfari og koma miklu grimmari og ákveðnari til leiks. Fótbolti snýst mikið um að vinna návígi og vinna bolta númer eitt og tvö og við vorum undir þar allan fyrri hálfleikinn hér þannig við þurfum bara fyrst og fremst að gíra okkur upp í það að mæta með aðeins meiri læti og hafa meiri trú á því sem við erum að gera."

Mikil umræða hefur skapast í kringum markaðsetningu Bestu deildarinnar en verið er að gagnrýna ÍTF fyrir auglýsingagerð á Bestu deild kvenna 

„Ég hreinilega missti af þessari umræðu, ætli það sé ekki að það sé mikið að gera við að þjálfa og hef ósköp lítið velt því fyrir mér"


Athugasemdir
banner