„Alltof stórt. Fyrri hálfeikurinn í það heila mjög slök frammistaða, mættum ekki til leiks og það þýðir ekkert á móti liði eins og Breiðablik" voru fyrstu viðbrögð Jóhannesar Karls þjálfara Stjörnunar eftir leik á Kópavogsvelli en Breiðablik vann Stjörnuna 6-1 í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 1 Stjarnan
„Nei í rauninni ekki Blikarnir, það kom mér á óvart hvernig mitt lið kom inn í leikinn. Ástæðan fyrir því að Blikarnir litu gríðarlega vel út, við erum bara ekki nægilega agaðar, slakar í pressunni, gefum allof mikið svæði og opnum of mikið og Blikar eru alltof gott lið til þess að gefa þeim þennan tíma og pláss á vellinum."
„Seinni hálfleikurinn ber þess merki að leikurinn er nokkurnvegin búin, þær stíga aðeins af bensíngjöfinni og ég held að við þurfum bara að skoða okkar leik og fyrst og fremst hafa trú á því sem við erum að gera."
Stjarnan fær Víking Reykjavík í heimsókn í næstu umferð
„Við þurfum náttúrulega bara mæta með allt öðru hugarfari og koma miklu grimmari og ákveðnari til leiks. Fótbolti snýst mikið um að vinna návígi og vinna bolta númer eitt og tvö og við vorum undir þar allan fyrri hálfleikinn hér þannig við þurfum bara fyrst og fremst að gíra okkur upp í það að mæta með aðeins meiri læti og hafa meiri trú á því sem við erum að gera."
Mikil umræða hefur skapast í kringum markaðsetningu Bestu deildarinnar en verið er að gagnrýna ÍTF fyrir auglýsingagerð á Bestu deild kvenna
„Ég hreinilega missti af þessari umræðu, ætli það sé ekki að það sé mikið að gera við að þjálfa og hef ósköp lítið velt því fyrir mér"