De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 15. apríl 2025 20:24
Anton Freyr Jónsson
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltof stórt. Fyrri hálfeikurinn í það heila mjög slök frammistaða, mættum ekki til leiks og það þýðir ekkert á móti liði eins og Breiðablik" voru fyrstu viðbrögð Jóhannesar Karls þjálfara Stjörnunar eftir leik á Kópavogsvelli en Breiðablik vann Stjörnuna 6-1 í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Stjarnan

„Nei í rauninni ekki Blikarnir, það kom mér á óvart hvernig mitt lið kom inn í leikinn. Ástæðan fyrir því að Blikarnir litu gríðarlega vel út, við erum bara ekki nægilega agaðar, slakar í pressunni, gefum allof mikið svæði og opnum of mikið og Blikar eru alltof gott lið til þess að gefa þeim þennan tíma og pláss á vellinum."

„Seinni hálfleikurinn ber þess merki að leikurinn er nokkurnvegin búin, þær stíga aðeins af bensíngjöfinni og ég held að við þurfum bara að skoða okkar leik og fyrst og fremst hafa trú á því sem við erum að gera."


Stjarnan fær Víking Reykjavík í heimsókn í næstu umferð

„Við þurfum náttúrulega bara mæta með allt öðru hugarfari og koma miklu grimmari og ákveðnari til leiks. Fótbolti snýst mikið um að vinna návígi og vinna bolta númer eitt og tvö og við vorum undir þar allan fyrri hálfleikinn hér þannig við þurfum bara fyrst og fremst að gíra okkur upp í það að mæta með aðeins meiri læti og hafa meiri trú á því sem við erum að gera."

Mikil umræða hefur skapast í kringum markaðsetningu Bestu deildarinnar en verið er að gagnrýna ÍTF fyrir auglýsingagerð á Bestu deild kvenna 

„Ég hreinilega missti af þessari umræðu, ætli það sé ekki að það sé mikið að gera við að þjálfa og hef ósköp lítið velt því fyrir mér"


Athugasemdir
banner
banner