Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
banner
   mið 15. maí 2013 13:20
Elvar Geir Magnússon
Finnur Orri: Minnir að það hafi verið vesen síðast
Breiðablik - ÍA á morgun | Blikar fá HK í bikarnum
Finnur Orri Margeirsson í baráttu við Andra Fannar Stefánsson í Val.
Finnur Orri Margeirsson í baráttu við Andra Fannar Stefánsson í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru með hörkulið eins og alltaf," segir Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabaliks, en Blikar leika gegn ÍA í Pepsi-deildinni á morgun. Blikar fengu skell gegn ÍBV í síðustu umferð.

„Þeir fengu skell gegn Val upp á Skaga svo þeir verða grimmir eins og við. Þetta verður barátta eins og alltaf gegn Skaganum. Við ætlum okkur sigur."

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins og þar fékk Breiðablik grannaslag gegn HK.

„Ég ætla að vona það að menn geti skemmt sér yfir þessum leik. Þetta verður svakalega gaman, það er langt síðan maður spilaði gegn HK og það var kominn tími til."

Það eru oft læti bæði innan vallar og í stúkunni þegar þessi tvö lið mætast.

„Já mig minnir að það hafi verið eitthvað vesen síðast. Það er alltaf gaman þegar það myndast góð stemning," segir Finnur en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner