Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
banner
   lau 15. júní 2024 23:57
Fótbolti.net
Eyþór Wöhler fékk sér greiðslu Abel Xavier
Mynd: Getty Images
Eyþór Wöhler leikmaður KR fékk sér greiðslu eins og Abel Xavier í tilefni Evrópumótsins.

Hárgreiðsla leikmanna getur oft verið skrautleg á stórmótum í fótbolta og Eyþór brá sér í hársnyrtingu til Kexa klippara í þættinum EM kvöld.

Hann fékk myndir af nokkrum þekktum leikmönnum úr sögu Evrópumótsins og mátti velja úr þeim eina hárgreiðslu þegar hann settist í stólinn.

Eyþór valdi taktískt hvaða hárgreiðsla myndi henta sér og fyrir valinu varð Portúgalinn Abel Xavier sem vakti mikla athygli fyrir ljóst hár og ljóst skegg sem hann skartaði á Evrópumótinu árið 2000.

„Þetta er mjög vel gert,“ sagði Eyþór um hárgreiðsluna hjá Kexa. „Ég vissi að maðurinn væri góður en ég vissi ekki að hann væri svona góður. Þetta er eins og Karl Berndsen væri á skærunum. Þetta er alveg Portú-galin klipping.“


Athugasemdir
banner
banner
banner