Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 15. júlí 2017 14:15
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Dagný: Klár í 90 mínútur
Kvenaboltinn
Dagný fyrir fyrstu æfingu liðsins ásamt Söndru Maríu.
Dagný fyrir fyrstu æfingu liðsins ásamt Söndru Maríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ótrúleg upplifun, eitthvað sem höfðum aldrei upplifað áður og maður fann hvað íslenska þjóðin er með manni í þessu og frábær undirbúningur hjá Icelandair. Það var geggjað að upplifa þetta," sagði miðjumaðurinn Dagný Brynjarsdóttir um gærdaginn hjá íslenska kvennalandsliðinu.

Liðið kom til Hollands seint í gærkvöldi en fyrir brottför beið þeirra fjölda fólks og fjölmiðlamanna. Eitthvað sem hefur ekki sést áður fyrir EM kvenna áður.

„Það er rosalega skrýtið og margt búið að gerast síðan þá. En á sama tíma er frábært hve kvennaboltinn á Íslandi hefur stækkað sem er frábært fyrir okkur sem leikmenn og stelpurnar sem eru yngri. Þetta er allt á uppleið."

„Allur undirbúningur fyrir þetta mót hefur verið til að gera okkur betri og þvílíkar breytingar frá því á EM 2013. Þetta er allt mjög jákvætt og undirbýr okkur vel fyrir mótið," sagði Dagný sem segir það mikilvægt að leikmenn nái sér niður á jörðina sem fyrst.

„Ég held að við séum allar búnar að ná okkur niður á jörðina. Við vorum auðvitað hátt upp í gær og upplifðum margt nýtt en erum klárar í æfingar og þá fundi sem framundan eru. Næstu dagar fara í að undirbúa okkur algjörlega fyrir Frakka leikinn. Við erum hrikalega einbeittar fyrir það."

Dagný hefur verið að glíma við meiðlsi undanfarna mánuði en hún segist vera klár.

„Ef Freyr vill spila mér í 90 mínútur þá er ég klár. Það er undir honum komið hvað hann vill spila mér mikið. Ég vonast auðvitað alltaf til að byrja en þetta er undir Frey komið," sagði Dagný en fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn sterku liði Frakklands á þriðjudaginn. Frakkland er að mörgum talið sigurstranglegasta lið keppninnar.

„Ég held nú að allir leikirnir séu erfiðir en Frakkar eru hæstar á styrkleikalistanum í riðlinum. Þetta verður klárlega erfiður leikur en ég held að það sé fínt að byrja á þeim og það verður krefjandi verkefni. En okkur hlakkar til að sýna öllum hversu góðar við erum.

Á EM í Svíþjóð 2013 var Dagný markahæst íslenska liðsins ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur með eitt mark hvor. Hún segist stefna á að bæta við mörkum á þessu móti.

„Ég verð allavegana að reyna setja tvö, það er lágmark.
Athugasemdir
banner
banner
banner