Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 15. júlí 2019 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Markmiðið er að vera í toppbaráttu
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í kvöld en hann segist virða stigið.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.

Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.

„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net

Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."

„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."

„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu."
sagði hann ennfremur.

Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.

„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner