mán 15. júlí 2019 22:12 |
|
Jói Kalli: Markmiðið er að vera í toppbaráttu
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í kvöld en hann segist virða stigið.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 1 ÍA
Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.
Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.
„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net
Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."
„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."
„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu." sagði hann ennfremur.
Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.
„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 1 ÍA
Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.
Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.
„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net
Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."
„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."
„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu." sagði hann ennfremur.
Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.
„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Pepsi Max-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KR | 22 | 16 | 4 | 2 | 44 - 23 | +21 | 52 |
2. Breiðablik | 22 | 11 | 5 | 6 | 45 - 31 | +14 | 38 |
3. FH | 22 | 11 | 4 | 7 | 40 - 36 | +4 | 37 |
4. Stjarnan | 22 | 9 | 8 | 5 | 40 - 34 | +6 | 35 |
5. KA | 22 | 9 | 4 | 9 | 34 - 34 | 0 | 31 |
6. Valur | 22 | 8 | 5 | 9 | 38 - 34 | +4 | 29 |
7. Víkingur R. | 22 | 7 | 7 | 8 | 37 - 35 | +2 | 28 |
8. Fylkir | 22 | 8 | 4 | 10 | 38 - 44 | -6 | 28 |
9. HK | 22 | 7 | 6 | 9 | 29 - 29 | 0 | 27 |
10. ÍA | 22 | 7 | 6 | 9 | 27 - 32 | -5 | 27 |
11. Grindavík | 22 | 3 | 11 | 8 | 17 - 28 | -11 | 20 |
12. ÍBV | 22 | 2 | 4 | 16 | 23 - 52 | -29 | 10 |
Athugasemdir