Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 15. júlí 2019 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Markmiðið er að vera í toppbaráttu
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í kvöld en hann segist virða stigið.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍA

Skagamenn hafa spilað frábæran fótbolta það sem af er sumri og er liðið í þriðja sæti með 21 stig þegar tólf umferðir eru búnar.

Hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og virðir stigið.

„Þetta sígilda að virða stigið. Þetta var hörkuleikur, við lögðum okkur fram og strákarnir mikið meira en klárir í þetta," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net

Þetta var ekki okkar besti dagur spilanlega séð en hugarfarið frábært og við tökum þetta stig með okkur áfram í baráttunni og að sækja eins mörg stig og við mögulega getum."

„Við náðum ekki upp nógu góðum spilköflum eins og við hefðum viljað í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að reyna komast aftur fyrir Grindvíkingana á móti vindinum en það gekk því miður ekki nógu vel upp."

„Við skorum eitt gott mark en við áttum meiri yfirhöndina í seinni hálfleiknum. Þetta var frábært mark, smellhittir hann og söng í netinu."
sagði hann ennfremur.

Skagamenn hafa komið á óvart á tímabilinu og eru eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar. Liðið komst upp úr Inkasso-deildinni á síðasta ári en markmiðið er að vera í toppbaráttu.

„Við höfum lítið verið að spá í því. Markmiðið er að vera að berjast í toppbaráttunni eða þarna í efri hlutanum. Stig á útivelli er alltaf gott en við höldum áfram og næst er erfiður útivöllur á móti KA og við ætlum að sækja stig líka," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner