Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 15. ágúst 2022 22:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Við ætlum að reyna taka þessa titla sem eru í boði
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Íslands og bikarmeisturum Víking þegar 17.umfeð Bestu deildar karla lauk núna í kvöld.

Breiðablik hafði fyrir umferðina 8 stiga forystu á Víkinga í 3.sæti deildarinnar og gátu með sigri slitið sig svolítið frá KA og Víking en stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já 1-1 en ég myndi segja að ég væri frekar svekktur. Við fáum auðvitað á okkur þetta rauða spjald sem breytir aðeins leiknum. Ég verð að horfa á þetta aftur en ég verð að vera ósammála honum þar en bara heilt yfir allt í lagi en við viljum auðvitað sigra." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Spennustigið er hátt hjá mönnum og auðvitað mikið undir og tvö góð lið að berjast þannig það er kannski skiljanlegt að það sé mikill hiti en kannski óvenju mikill hiti þegar það er bætt við níu mínútum við uppbótartímann í fyrri hálfleik og ég held það séu fjórir menn sem fara af vellinum meiddir eða hvort það eru þrír þannig svona full mikið fyrir minn smekk en fínt bara að láta aðeins finna fyrir sér." 

Stuðningsmenn Breiðablik voru vægast sagt ekki par hrifnir af mörgum ákvörðunum Jóhanns Inga dómara og gat Dagur Dan tekið undir það að einhverju leyti.

„Fínn dómari hann Jóhann Ingi og allt það en mér fannst hann bara frekar spjaldaglaður í leiknum. Ég var ósammála alveg nokkru sem hann gerði en auðvitað er hann bara að gera sitt besta og dómara gera auðvitað mistök líka."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner