Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mán 15. ágúst 2022 22:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Við ætlum að reyna taka þessa titla sem eru í boði
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Íslands og bikarmeisturum Víking þegar 17.umfeð Bestu deildar karla lauk núna í kvöld.

Breiðablik hafði fyrir umferðina 8 stiga forystu á Víkinga í 3.sæti deildarinnar og gátu með sigri slitið sig svolítið frá KA og Víking en stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já 1-1 en ég myndi segja að ég væri frekar svekktur. Við fáum auðvitað á okkur þetta rauða spjald sem breytir aðeins leiknum. Ég verð að horfa á þetta aftur en ég verð að vera ósammála honum þar en bara heilt yfir allt í lagi en við viljum auðvitað sigra." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Spennustigið er hátt hjá mönnum og auðvitað mikið undir og tvö góð lið að berjast þannig það er kannski skiljanlegt að það sé mikill hiti en kannski óvenju mikill hiti þegar það er bætt við níu mínútum við uppbótartímann í fyrri hálfleik og ég held það séu fjórir menn sem fara af vellinum meiddir eða hvort það eru þrír þannig svona full mikið fyrir minn smekk en fínt bara að láta aðeins finna fyrir sér." 

Stuðningsmenn Breiðablik voru vægast sagt ekki par hrifnir af mörgum ákvörðunum Jóhanns Inga dómara og gat Dagur Dan tekið undir það að einhverju leyti.

„Fínn dómari hann Jóhann Ingi og allt það en mér fannst hann bara frekar spjaldaglaður í leiknum. Ég var ósammála alveg nokkru sem hann gerði en auðvitað er hann bara að gera sitt besta og dómara gera auðvitað mistök líka."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner