Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mán 15. ágúst 2022 22:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Dagur Dan: Við ætlum að reyna taka þessa titla sem eru í boði
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Íslands og bikarmeisturum Víking þegar 17.umfeð Bestu deildar karla lauk núna í kvöld.

Breiðablik hafði fyrir umferðina 8 stiga forystu á Víkinga í 3.sæti deildarinnar og gátu með sigri slitið sig svolítið frá KA og Víking en stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já 1-1 en ég myndi segja að ég væri frekar svekktur. Við fáum auðvitað á okkur þetta rauða spjald sem breytir aðeins leiknum. Ég verð að horfa á þetta aftur en ég verð að vera ósammála honum þar en bara heilt yfir allt í lagi en við viljum auðvitað sigra." Sagði Dagur Dan Þórhallsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Spennustigið er hátt hjá mönnum og auðvitað mikið undir og tvö góð lið að berjast þannig það er kannski skiljanlegt að það sé mikill hiti en kannski óvenju mikill hiti þegar það er bætt við níu mínútum við uppbótartímann í fyrri hálfleik og ég held það séu fjórir menn sem fara af vellinum meiddir eða hvort það eru þrír þannig svona full mikið fyrir minn smekk en fínt bara að láta aðeins finna fyrir sér." 

Stuðningsmenn Breiðablik voru vægast sagt ekki par hrifnir af mörgum ákvörðunum Jóhanns Inga dómara og gat Dagur Dan tekið undir það að einhverju leyti.

„Fínn dómari hann Jóhann Ingi og allt það en mér fannst hann bara frekar spjaldaglaður í leiknum. Ég var ósammála alveg nokkru sem hann gerði en auðvitað er hann bara að gera sitt besta og dómara gera auðvitað mistök líka."

Nánar er rætt við Dag Dan Þórhallsson leikmann Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner