Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 15. ágúst 2022 21:44
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Þór: Var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„0-0 nei en jafntefli já. Bæði liðin voru að fá mikið af færum og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn. En ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn niðurstaða.“ Sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur hvort 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR hefði verið sanngjörn niðurstaða þegar liðin mættust í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Framan af leik voru Keflvíkingar helst til opnir til baka og að gefa KR liðinu svæði til að sæka trekk í trekk. Það breyttist þó er líða fór á leikinn og undir lokin voru Keflvíkingar líklegri til þess að stela öllum stigunum þremur en gestirnir.

„Við vorum að fá of mörg færi á okkur eftir skyndisóknir. Ekki eins mörg í seinni hálfleik þar sem við vorum að fá fleiri færi en svona er fótboltinn þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var.“

Rúnar hefur verið duglegur að safna gulum spjöldum þetta sumarið og sótti sér eitt í kvöld undir lok leiks en Sigurður Ragnar Eyjólfsson skaut létt á kappann á dögunum um spjaldasöfnun. Spjaldið í kvöld tók Rúnar þó á sig af nauðsyn og sagði um það.

„Já ég varð að taka þetta. Þetta var ekki svona kjánalegt spjald hann var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður. “

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner