Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 15. ágúst 2022 21:44
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Þór: Var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„0-0 nei en jafntefli já. Bæði liðin voru að fá mikið af færum og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn. En ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn niðurstaða.“ Sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur hvort 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR hefði verið sanngjörn niðurstaða þegar liðin mættust í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Framan af leik voru Keflvíkingar helst til opnir til baka og að gefa KR liðinu svæði til að sæka trekk í trekk. Það breyttist þó er líða fór á leikinn og undir lokin voru Keflvíkingar líklegri til þess að stela öllum stigunum þremur en gestirnir.

„Við vorum að fá of mörg færi á okkur eftir skyndisóknir. Ekki eins mörg í seinni hálfleik þar sem við vorum að fá fleiri færi en svona er fótboltinn þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var.“

Rúnar hefur verið duglegur að safna gulum spjöldum þetta sumarið og sótti sér eitt í kvöld undir lok leiks en Sigurður Ragnar Eyjólfsson skaut létt á kappann á dögunum um spjaldasöfnun. Spjaldið í kvöld tók Rúnar þó á sig af nauðsyn og sagði um það.

„Já ég varð að taka þetta. Þetta var ekki svona kjánalegt spjald hann var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður. “

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner