Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 15. ágúst 2022 21:44
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Þór: Var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„0-0 nei en jafntefli já. Bæði liðin voru að fá mikið af færum og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn. En ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn niðurstaða.“ Sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur hvort 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR hefði verið sanngjörn niðurstaða þegar liðin mættust í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Framan af leik voru Keflvíkingar helst til opnir til baka og að gefa KR liðinu svæði til að sæka trekk í trekk. Það breyttist þó er líða fór á leikinn og undir lokin voru Keflvíkingar líklegri til þess að stela öllum stigunum þremur en gestirnir.

„Við vorum að fá of mörg færi á okkur eftir skyndisóknir. Ekki eins mörg í seinni hálfleik þar sem við vorum að fá fleiri færi en svona er fótboltinn þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var.“

Rúnar hefur verið duglegur að safna gulum spjöldum þetta sumarið og sótti sér eitt í kvöld undir lok leiks en Sigurður Ragnar Eyjólfsson skaut létt á kappann á dögunum um spjaldasöfnun. Spjaldið í kvöld tók Rúnar þó á sig af nauðsyn og sagði um það.

„Já ég varð að taka þetta. Þetta var ekki svona kjánalegt spjald hann var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður. “

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner