Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mán 15. ágúst 2022 21:44
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Þór: Var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„0-0 nei en jafntefli já. Bæði liðin voru að fá mikið af færum og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið inn. En ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn niðurstaða.“ Sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson leikmaður Keflavíkur hvort 0-0 jafntefli Keflavíkur og KR hefði verið sanngjörn niðurstaða þegar liðin mættust í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 KR

Framan af leik voru Keflvíkingar helst til opnir til baka og að gefa KR liðinu svæði til að sæka trekk í trekk. Það breyttist þó er líða fór á leikinn og undir lokin voru Keflvíkingar líklegri til þess að stela öllum stigunum þremur en gestirnir.

„Við vorum að fá of mörg færi á okkur eftir skyndisóknir. Ekki eins mörg í seinni hálfleik þar sem við vorum að fá fleiri færi en svona er fótboltinn þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var.“

Rúnar hefur verið duglegur að safna gulum spjöldum þetta sumarið og sótti sér eitt í kvöld undir lok leiks en Sigurður Ragnar Eyjólfsson skaut létt á kappann á dögunum um spjaldasöfnun. Spjaldið í kvöld tók Rúnar þó á sig af nauðsyn og sagði um það.

„Já ég varð að taka þetta. Þetta var ekki svona kjánalegt spjald hann var að detta einn í gegn og ég þurfti að taka hann niður. “

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner