Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 15. september 2021 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum ekki meiri aðvörun
Brynjar Björn þjálfari HK
Brynjar Björn þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að fara áfram í bikarnum. Við komum okkur sjálfir í vonda stöðu og Keflavík þarf lítið að hafa fyrir því og það er eitthvað sem við þurfum að laga og má ekki gerast í næstu leikjum.“
Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir sárt 5-3 tap hans manna gegn Keflavík í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Á flestum eðlilegum dögum ættu þrjú mörk að duga til þess að vinna fótboltaleik en í kvöld var annað upp á teningnum. Heimamenn reyndust sjálfum sér verstir og gáfu gestunum tvö mörk á silfurfati í fyrri hálfleik. Um það sagði Brynjar.

„Menn eru bara mannlegir og gera mistök og taka ákvarðanir inn á vellinum. Við tókum tvær mjög slæmar ákvarðanir og það kom okkur í þessa stöðu. Að öðru leiti skoruðum við þrjú góð mörk, fengum færi og dæmt af okkur mark.“

HK sem á í harðri fallbaráttu í Pepsi Max deildinni fær ekki langan tíma til að rífa sig upp eftir þetta tap en liðið mætir Stjörnunni í deildinni næstkomandi mánudag. Kannski ágætt fyrir þá baráttu að fá þetta kjaftshögg í kvöld til að læra af því fyrir komandi leiki. Spurði fréttaritari Brynjar.

„Já við fáum ekki meiri aðvörun fyrir þessa leiki sem eftir eru og ég sé ekki annað og trúi ekki öðru en að menn vilji bæði sem lið og einstaklingar fá betri frammistöðu. “

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner