Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 15. september 2021 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum ekki meiri aðvörun
Brynjar Björn þjálfari HK
Brynjar Björn þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að fara áfram í bikarnum. Við komum okkur sjálfir í vonda stöðu og Keflavík þarf lítið að hafa fyrir því og það er eitthvað sem við þurfum að laga og má ekki gerast í næstu leikjum.“
Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir sárt 5-3 tap hans manna gegn Keflavík í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Á flestum eðlilegum dögum ættu þrjú mörk að duga til þess að vinna fótboltaleik en í kvöld var annað upp á teningnum. Heimamenn reyndust sjálfum sér verstir og gáfu gestunum tvö mörk á silfurfati í fyrri hálfleik. Um það sagði Brynjar.

„Menn eru bara mannlegir og gera mistök og taka ákvarðanir inn á vellinum. Við tókum tvær mjög slæmar ákvarðanir og það kom okkur í þessa stöðu. Að öðru leiti skoruðum við þrjú góð mörk, fengum færi og dæmt af okkur mark.“

HK sem á í harðri fallbaráttu í Pepsi Max deildinni fær ekki langan tíma til að rífa sig upp eftir þetta tap en liðið mætir Stjörnunni í deildinni næstkomandi mánudag. Kannski ágætt fyrir þá baráttu að fá þetta kjaftshögg í kvöld til að læra af því fyrir komandi leiki. Spurði fréttaritari Brynjar.

„Já við fáum ekki meiri aðvörun fyrir þessa leiki sem eftir eru og ég sé ekki annað og trúi ekki öðru en að menn vilji bæði sem lið og einstaklingar fá betri frammistöðu. “

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner