Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 15. september 2021 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum ekki meiri aðvörun
Brynjar Björn þjálfari HK
Brynjar Björn þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi. Við töldum okkur eiga góða möguleika á að fara áfram í bikarnum. Við komum okkur sjálfir í vonda stöðu og Keflavík þarf lítið að hafa fyrir því og það er eitthvað sem við þurfum að laga og má ekki gerast í næstu leikjum.“
Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir sárt 5-3 tap hans manna gegn Keflavík í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 3 -  5 Keflavík

Á flestum eðlilegum dögum ættu þrjú mörk að duga til þess að vinna fótboltaleik en í kvöld var annað upp á teningnum. Heimamenn reyndust sjálfum sér verstir og gáfu gestunum tvö mörk á silfurfati í fyrri hálfleik. Um það sagði Brynjar.

„Menn eru bara mannlegir og gera mistök og taka ákvarðanir inn á vellinum. Við tókum tvær mjög slæmar ákvarðanir og það kom okkur í þessa stöðu. Að öðru leiti skoruðum við þrjú góð mörk, fengum færi og dæmt af okkur mark.“

HK sem á í harðri fallbaráttu í Pepsi Max deildinni fær ekki langan tíma til að rífa sig upp eftir þetta tap en liðið mætir Stjörnunni í deildinni næstkomandi mánudag. Kannski ágætt fyrir þá baráttu að fá þetta kjaftshögg í kvöld til að læra af því fyrir komandi leiki. Spurði fréttaritari Brynjar.

„Já við fáum ekki meiri aðvörun fyrir þessa leiki sem eftir eru og ég sé ekki annað og trúi ekki öðru en að menn vilji bæði sem lið og einstaklingar fá betri frammistöðu. “

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner