Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 15. september 2024 20:30
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður leikur eins og við áttum von á. Þeir voru þéttir og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Þeir fengu sín færi og við gerðum vel að halda hreinu og vorum grimmir og uppskárum eitt mark." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vörn Stjörnumanna stóð fyrir sínu og hélt hreinu í þriðja sinn í röð, vörn liðsins hefur farið vaxandi í sumar.

„Heilt yfir er ég sáttur að halda hreinu. Þeir voru með öll tök um miðjan seinni hálfleik. Það er margt sem við gátum gert betur, í fyrri hálfleik vorum við sloppy.

Þetta var erfið fæðing fyrir Stjörnumenn sem að meðal annars settu boltann tvívegis í tréverkið áður en að markið loks kom.

„Þeir gerðu vel varnarlega og þrengja að okkur inn í teignum. Þetta voru ekki auðveld færi og við vissum að þetta yrði erfitt og gæti tekið tíma og sem betur gekk það.

Stjarnan lýkur mótinu í fimma sæti fyrir tvískiptingu og því hægt að líta björtum augum á leikina sem að bíða en góður möguleiki er á að landa Evrópusæti.

„Við erum á ágætis stað og tökum núna í vikuna í að vinna í ákveðnum hlutum fram að næsta leik og við eigum í fullu fangi með það."
Athugasemdir
banner
banner