Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 15. september 2024 20:30
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður leikur eins og við áttum von á. Þeir voru þéttir og erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Þeir fengu sín færi og við gerðum vel að halda hreinu og vorum grimmir og uppskárum eitt mark." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vörn Stjörnumanna stóð fyrir sínu og hélt hreinu í þriðja sinn í röð, vörn liðsins hefur farið vaxandi í sumar.

„Heilt yfir er ég sáttur að halda hreinu. Þeir voru með öll tök um miðjan seinni hálfleik. Það er margt sem við gátum gert betur, í fyrri hálfleik vorum við sloppy.

Þetta var erfið fæðing fyrir Stjörnumenn sem að meðal annars settu boltann tvívegis í tréverkið áður en að markið loks kom.

„Þeir gerðu vel varnarlega og þrengja að okkur inn í teignum. Þetta voru ekki auðveld færi og við vissum að þetta yrði erfitt og gæti tekið tíma og sem betur gekk það.

Stjarnan lýkur mótinu í fimma sæti fyrir tvískiptingu og því hægt að líta björtum augum á leikina sem að bíða en góður möguleiki er á að landa Evrópusæti.

„Við erum á ágætis stað og tökum núna í vikuna í að vinna í ákveðnum hlutum fram að næsta leik og við eigum í fullu fangi með það."
Athugasemdir
banner