PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 15. september 2024 07:30
Sölvi Haraldsson
„Nógu góður fyrir Real Madrid, Barcelona eða Man City“
Angel Gomes.
Angel Gomes.
Mynd: Getty Images

Nicky Butt fyrrum leikmaður Manchester United og fyrrum yfirmaður unglingaliða United segir að Angel Gomes sé nógu góður fyrir Real Madrid, Barcelona eða Man City.


Þessi 24 ára gamli miðjumaður átti góða frumraun með enska landsliðinu þegar hann byrjaði í sigri gegn Finnlandi í seinustu viku. Samningurinn hans er að renna út eftir tímabilið en mörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafa mikinn áhuga á honum, þar á meðal Newcastle United.

Nicky Butt, sem var yfirmaður unglingaliða Manchester United þegar Angel Gomes skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning árið 2017, segir að Gomes ætti að stefna hærra en það sem hann er orðaður við.

„Ég held að hann gæti farið í mun betri lið en eru á eftir honum í ensku úrvalsdeildinni. Spænska deildin kallar á Angel Gomes. Hann gæti léttilega spilað í ensku úrvalsdeildinni. Hann gæti byrjað fyrir Manchester City á morgun.“ sagði Nicky Butt og bætti síðan við.

„Þegar Angel Gome yfirgaf United (árið 2020) sagði ég við hann að hann væri að fara að eiga geggjaðan feril og að ég væri ekki hissa ef ég sæi hann spila gegn Manchester United fyrir Barcelona eða Real Madrid á næstu fimm til sex árum því hann var það góður. Ég er ekki bara að segja þetta því hann byrjaði fyrir enska landsliðið á dögunum. Hann er nógu góður fyrir Real Madrid, Barcelona eða Man City.“ sagði Butt.


Athugasemdir
banner
banner
banner