„Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og sóttum, og sóttum og sóttum, en þeir í seinni hálfleik og sóttu, og sóttu, og sóttu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 3 tap gegn FH í Bestu-deild karla í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 3 FH
„Það var ofboðslega erfitt að spila boltanum, það var mjög hvasst. Þetta er mesta hvassvirði síðan ég kom hingað að þjálfa. Það var erfitt að hafa heimil á boltanum, vindurinn tók hann mikið og það var alltaf erfitt að spila á móti honum. Það var margt gott í fyrri hálfleik og margt ekki svo gott í seinni hálfleik sem við þurfum að læra af."
Keflavík gekk erfiðlega að skapa sér nokkur færi í seinni hálfleiknum á móti sterkum vindinum.
„Við komumst samt tvisvar inn í teiginn hjá þeim þar sem er farið í bæði Joey og Ásgeir Pál. Joey var kominn í mjög gott færi en sparkað aftan í löppina á honum og hann truflaður, það var líka farið í löppinga á Ásgeiri Páli. En við áttum að skapa okkur meira klárlega, og komast meira á bakvið þá en það var ofboðslega erfitt útaf vindinum og stundum er það þannig. Við vorum of mikið að reyna að spila fínan fótbolta þegar við hefðum átt að lúðra honum fram og vinna seinni boltann. Aðstæður báðu ekki upp á annað en það."
Nánar er rætt við Sigga Ragga í spilaranum að ofan en þar fer hann ítarlega í mótafyrirkomulagið á Bestu-deildinni.