Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
   lau 15. október 2022 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Mesta hvassviðri síðan ég kom í Keflavík
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og sóttum, og sóttum og sóttum, en þeir í seinni hálfleik og sóttu, og sóttu, og sóttu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 3 tap gegn FH í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Það var ofboðslega erfitt að spila boltanum, það var mjög hvasst. Þetta er mesta hvassvirði síðan ég kom hingað að þjálfa. Það var erfitt að hafa heimil á boltanum, vindurinn tók hann mikið og það var alltaf erfitt að spila á móti honum. Það var margt gott í fyrri hálfleik og margt ekki svo gott í seinni hálfleik sem við þurfum að læra af."

Keflavík gekk erfiðlega að skapa sér nokkur færi í seinni hálfleiknum á móti sterkum vindinum.

„Við komumst samt tvisvar inn í teiginn hjá þeim þar sem er farið í bæði Joey og Ásgeir Pál. Joey var kominn í mjög gott færi en sparkað aftan í löppina á honum og hann truflaður, það var líka farið í löppinga á Ásgeiri Páli. En við áttum að skapa okkur meira klárlega, og komast meira á bakvið þá en það var ofboðslega erfitt útaf vindinum og stundum er það þannig. Við vorum of mikið að reyna að spila fínan fótbolta þegar við hefðum átt að lúðra honum fram og vinna seinni boltann. Aðstæður báðu ekki upp á annað en það."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í spilaranum að ofan en þar fer hann ítarlega í mótafyrirkomulagið á Bestu-deildinni.


Athugasemdir