Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Íslandsvinurinn Baldock á leið í gríska landsliðið?
Baldock í leik með ÍBV árið 2012.
Baldock í leik með ÍBV árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Grískir fjölmiðlar greina í dag frá þeim möguleika að George Baldock, hægri bakvörður Sheffield United, gæti leikið með gríska landsliðinu í framtíðinni.

Afi Baldock á ættir að rekja til Grikklands og það gerir hann löglegan með landsliðinu þar í landi.

Hinn 26 ára gamli Baldock hefur verið öflugur með spútnik liði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Baldock spilaði með ÍBV árið 2012 en hann var þá í láni frá Milton Keynes Dons. Um síðustu helgi skoraði hann fyrir Sheffield United í jafntefli gegn Tottenham á útivelli.

„Ég spilaði í útlöndum á stöðum þar sem boltinn endaði í sjónum ef þú sparkaðir fast!" sagði Baldock eftir leikinn um síðustu helgi.

„Að spila gegn Tottenham Hotspur, sem er eitt stærsta félag í heimi, er frábært og það er gaman að markið mitt hafi hjálpað liðinu að ná stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner