mán 16. janúar 2023 11:05
Elvar Geir Magnússon
Rudiger lélegur hjá Real Madrid - „Hryllileg frammistaða“
Antonio Rudiger fær gagnrýni.
Antonio Rudiger fær gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Varnarleikur Real Madrid hefur verið dapur á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð að halda marki sínu hreinu þrívegis á þessu tímabili. Félagið vonast til þess að koma Antonio Rudiger myndi styrkja varnarleikinn en það hefur síður en svo verið raunin.

David Alaba meiddist og Rudiger kom inn í liðið gegn Villarreal en átti í vandræðum. Spænskir fjölmiðlar segja að Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid hafi alls ekki verið sáttur við þýska landsliðsmanninn.

Í gær tapaði Real Madrid fyrir Barcelona í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins og fær Rudiger harða gagnrýni fyrir frammistöðuna í þeim leik.

Rudiger átti sök á fyrsta markinu og leit ekki vel út í hinum. Spænska blaðið Marca fer ekki silkihönskum um þýska varnarmanninn.

„Hryllingur af leik, var í vandræðum allan leikinn," segir í umfjöllun um Rudiger. Rudiger tapaði boltanum átta sinnum í leiknum og var í vandræðum með að glíma við sóknina hjá Barcelona.

Rudiger gekk í raðir Real Madrid á frjálsri sölu frá Chelsea síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner