„Þetta voru pínu slagsmál og harður leikur," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 1-0 sigur liðsins gegn Huginn í Inkasso-deildinni í dag.
Lestu um leikinn: Huginn 0 - 1 Grindavík
„Það var mikið um návígi og harðar tæklingar sem var kannski ekki tekið nógu vel á. Við misstum hausinn í fyrri hálfleik. Í hálfleik fórum við yfir það að ná því sem við erum góðir í og spila á okkar styrkleikum eða ekki þeirra. Ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við."
Grindavík er með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Inkasso-deildinni í sumar.
„Við mættum Haukum í fyrstu umferð og við sáum þá taka KA stórt á laugardaginn. Það var sterkt hjá okkur. Við erum líklega að koma hérna á einn erfiðasta útivöllinn. Huginn er stemningslið og ég elska fólki í kringum þetta lið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















