Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 16. júní 2022 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, þetta var hrikalega erfiður leikur. Eyjamenn mættu dýrvitlausir til leiks og þetta hefur alltaf verið einn erfiðasti útivöllurinn á landinu og að sleppa með eyjunni fögru var geggjað," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur vann 0-3 útisigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Víkingur R.

„Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti leikmaður liðsins. Það segir ýmislegt um hversu öflugir eyjamenn voru."

„Eyjamenn settu þvílíkan kraft í leikinn. Við misstum Pablo út af eftir tíu mínútur. Hann er 'dirty' leikmaður á jákvæðan hátt og við urðum of 'nice' fótboltalið á móti svona liði eins og ÍBV sem fór í mjög flottan kraftmikinn fótbolta. Þeir þrýstu okkur neðar og neðar í seinni hálfleik og við náðum einvhern veginn ekki að komast af okkar vallarhelmingi í seinni hálfleik. Þetta var einn af þessum leikjum. Ég var að kíkja á tölfræðina áðan, hún er hræðileg hjá okkur en frábær hjá eyjamönnum. Leikurinn er oft ekki sanngjarn, við höfum átt svona leiki [eins og ÍBV átti] og gert jafntefli eða tapað. Núna vita eyjamenn hvernig okkur líður stundum eftir leiki."

Þórður Ingason stóð á milli stanganna í marki Víkings í fjarveru Ingvars Jónssonar sem meiddist í síðustu viku.

„Það er guðsgjöf fyrir 'standard' á æfingum. Ég ætla ekki að segja að Doddi sé búinn að vera úti í kuldanum því Ingvar er búinn að vera það öflugur en það er erfitt að kveikja allt í einu á sér. Doddi sýndi alla sína reynslu og sín gæði í gær. Hann kom sér fljótt inn í leikinn, var ekki með neitt kjaftæði og ver fyrsta skotið sem byggir upp sjálfstraustið hjá honum. Hann var bara mjög öflugur og gerði það sem hann átti að gera," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner