Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 16. júní 2022 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, þetta var hrikalega erfiður leikur. Eyjamenn mættu dýrvitlausir til leiks og þetta hefur alltaf verið einn erfiðasti útivöllurinn á landinu og að sleppa með eyjunni fögru var geggjað," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur vann 0-3 útisigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Víkingur R.

„Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti leikmaður liðsins. Það segir ýmislegt um hversu öflugir eyjamenn voru."

„Eyjamenn settu þvílíkan kraft í leikinn. Við misstum Pablo út af eftir tíu mínútur. Hann er 'dirty' leikmaður á jákvæðan hátt og við urðum of 'nice' fótboltalið á móti svona liði eins og ÍBV sem fór í mjög flottan kraftmikinn fótbolta. Þeir þrýstu okkur neðar og neðar í seinni hálfleik og við náðum einvhern veginn ekki að komast af okkar vallarhelmingi í seinni hálfleik. Þetta var einn af þessum leikjum. Ég var að kíkja á tölfræðina áðan, hún er hræðileg hjá okkur en frábær hjá eyjamönnum. Leikurinn er oft ekki sanngjarn, við höfum átt svona leiki [eins og ÍBV átti] og gert jafntefli eða tapað. Núna vita eyjamenn hvernig okkur líður stundum eftir leiki."

Þórður Ingason stóð á milli stanganna í marki Víkings í fjarveru Ingvars Jónssonar sem meiddist í síðustu viku.

„Það er guðsgjöf fyrir 'standard' á æfingum. Ég ætla ekki að segja að Doddi sé búinn að vera úti í kuldanum því Ingvar er búinn að vera það öflugur en það er erfitt að kveikja allt í einu á sér. Doddi sýndi alla sína reynslu og sín gæði í gær. Hann kom sér fljótt inn í leikinn, var ekki með neitt kjaftæði og ver fyrsta skotið sem byggir upp sjálfstraustið hjá honum. Hann var bara mjög öflugur og gerði það sem hann átti að gera," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir