Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 16. júní 2022 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, þetta var hrikalega erfiður leikur. Eyjamenn mættu dýrvitlausir til leiks og þetta hefur alltaf verið einn erfiðasti útivöllurinn á landinu og að sleppa með eyjunni fögru var geggjað," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur vann 0-3 útisigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Víkingur R.

„Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti leikmaður liðsins. Það segir ýmislegt um hversu öflugir eyjamenn voru."

„Eyjamenn settu þvílíkan kraft í leikinn. Við misstum Pablo út af eftir tíu mínútur. Hann er 'dirty' leikmaður á jákvæðan hátt og við urðum of 'nice' fótboltalið á móti svona liði eins og ÍBV sem fór í mjög flottan kraftmikinn fótbolta. Þeir þrýstu okkur neðar og neðar í seinni hálfleik og við náðum einvhern veginn ekki að komast af okkar vallarhelmingi í seinni hálfleik. Þetta var einn af þessum leikjum. Ég var að kíkja á tölfræðina áðan, hún er hræðileg hjá okkur en frábær hjá eyjamönnum. Leikurinn er oft ekki sanngjarn, við höfum átt svona leiki [eins og ÍBV átti] og gert jafntefli eða tapað. Núna vita eyjamenn hvernig okkur líður stundum eftir leiki."

Þórður Ingason stóð á milli stanganna í marki Víkings í fjarveru Ingvars Jónssonar sem meiddist í síðustu viku.

„Það er guðsgjöf fyrir 'standard' á æfingum. Ég ætla ekki að segja að Doddi sé búinn að vera úti í kuldanum því Ingvar er búinn að vera það öflugur en það er erfitt að kveikja allt í einu á sér. Doddi sýndi alla sína reynslu og sín gæði í gær. Hann kom sér fljótt inn í leikinn, var ekki með neitt kjaftæði og ver fyrsta skotið sem byggir upp sjálfstraustið hjá honum. Hann var bara mjög öflugur og gerði það sem hann átti að gera," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner