Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 16. júní 2022 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, þetta var hrikalega erfiður leikur. Eyjamenn mættu dýrvitlausir til leiks og þetta hefur alltaf verið einn erfiðasti útivöllurinn á landinu og að sleppa með eyjunni fögru var geggjað," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur vann 0-3 útisigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Víkingur R.

„Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti leikmaður liðsins. Það segir ýmislegt um hversu öflugir eyjamenn voru."

„Eyjamenn settu þvílíkan kraft í leikinn. Við misstum Pablo út af eftir tíu mínútur. Hann er 'dirty' leikmaður á jákvæðan hátt og við urðum of 'nice' fótboltalið á móti svona liði eins og ÍBV sem fór í mjög flottan kraftmikinn fótbolta. Þeir þrýstu okkur neðar og neðar í seinni hálfleik og við náðum einvhern veginn ekki að komast af okkar vallarhelmingi í seinni hálfleik. Þetta var einn af þessum leikjum. Ég var að kíkja á tölfræðina áðan, hún er hræðileg hjá okkur en frábær hjá eyjamönnum. Leikurinn er oft ekki sanngjarn, við höfum átt svona leiki [eins og ÍBV átti] og gert jafntefli eða tapað. Núna vita eyjamenn hvernig okkur líður stundum eftir leiki."

Þórður Ingason stóð á milli stanganna í marki Víkings í fjarveru Ingvars Jónssonar sem meiddist í síðustu viku.

„Það er guðsgjöf fyrir 'standard' á æfingum. Ég ætla ekki að segja að Doddi sé búinn að vera úti í kuldanum því Ingvar er búinn að vera það öflugur en það er erfitt að kveikja allt í einu á sér. Doddi sýndi alla sína reynslu og sín gæði í gær. Hann kom sér fljótt inn í leikinn, var ekki með neitt kjaftæði og ver fyrsta skotið sem byggir upp sjálfstraustið hjá honum. Hann var bara mjög öflugur og gerði það sem hann átti að gera," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner