Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 16. júní 2022 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, þetta var hrikalega erfiður leikur. Eyjamenn mættu dýrvitlausir til leiks og þetta hefur alltaf verið einn erfiðasti útivöllurinn á landinu og að sleppa með eyjunni fögru var geggjað," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur vann 0-3 útisigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Víkingur R.

„Það er mjög skrítið að segja það eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti leikmaður liðsins. Það segir ýmislegt um hversu öflugir eyjamenn voru."

„Eyjamenn settu þvílíkan kraft í leikinn. Við misstum Pablo út af eftir tíu mínútur. Hann er 'dirty' leikmaður á jákvæðan hátt og við urðum of 'nice' fótboltalið á móti svona liði eins og ÍBV sem fór í mjög flottan kraftmikinn fótbolta. Þeir þrýstu okkur neðar og neðar í seinni hálfleik og við náðum einvhern veginn ekki að komast af okkar vallarhelmingi í seinni hálfleik. Þetta var einn af þessum leikjum. Ég var að kíkja á tölfræðina áðan, hún er hræðileg hjá okkur en frábær hjá eyjamönnum. Leikurinn er oft ekki sanngjarn, við höfum átt svona leiki [eins og ÍBV átti] og gert jafntefli eða tapað. Núna vita eyjamenn hvernig okkur líður stundum eftir leiki."

Þórður Ingason stóð á milli stanganna í marki Víkings í fjarveru Ingvars Jónssonar sem meiddist í síðustu viku.

„Það er guðsgjöf fyrir 'standard' á æfingum. Ég ætla ekki að segja að Doddi sé búinn að vera úti í kuldanum því Ingvar er búinn að vera það öflugur en það er erfitt að kveikja allt í einu á sér. Doddi sýndi alla sína reynslu og sín gæði í gær. Hann kom sér fljótt inn í leikinn, var ekki með neitt kjaftæði og ver fyrsta skotið sem byggir upp sjálfstraustið hjá honum. Hann var bara mjög öflugur og gerði það sem hann átti að gera," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner