Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Rossi: Bara tveir eða þrír sem stóðu sig vel
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Marco Rossi var afar ósáttur með frammistöðu lærisveina sinna í 3-1 tapi Ungverjalands gegn Sviss í fyrstu umferð Evrópumótsins í gær.

Kwadwo Duah og Michel Aebischer skoruðu fyrstu landsliðsmörk sín fyrir Sviss til að taka tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og tókst Ungverjum að minnka muninn, en það dugði ekki til.

„Það var taktískur misskilningur hjá okkur og við réðum ekki við andstæðingana okkar í dag. Við spiluðum virkilega lélegan fyrri hálfleik, við vorum alltof passívir og pressuðum mjög illa," sagði Rossi eftir tapið.

„Sviss er með mjög reynslumikið landslið sem er stútfullt af miklum gæðaleikmönnum. Þegar við spilum gegn liði af þessum kaliber þá er okkur refsað fyrir mistökin sem við gerum.

„Ég er ekki að leita að blórabögglum. Ég er þjálfarinn og ég þarf að axla mína ábyrgð. Það voru ákveðnir einstaklingar sem stóðu sig ekki nógu vel í dag og það er því miður ekki hægt að gera út um einstaklingsmistök með því að breyta um taktík. Það voru kannski tveir eða þrír leikmenn sem stóðu sig vel í tapinu í dag. Aðrir voru ekki nægilega góðir."


Ungverjar eru því stigalausir eftir fyrstu umferðina og mæta þeir ógnarsterkum heimamönnum í næstu umferð. Þjóðverjar fóru vel af stað og skoruðu fimm mörk gegn Skotlandi í opnunarleik Evrópumótsins.

„Það eru fjórir dagar í leikinn gegn Þýskalandi. Ég skora á fólk til að veðja einni krónu á okkur. Eins og staðan er í dag þá virðist vera ómögulegt fyrir okkur að sigra þennan leik. Þýskaland er allt öðruvísi lið heldur en mætti til leiks á síðasta Evrópumót. Að mínu mati eru Þjóðverjar líklegastir til að sigra EM."
Athugasemdir
banner
banner
banner