Það fara fjórir leikir fram í ítalska bikarnum í dag og í kvöld þar sem Bjarki Steinn Bjarkason og félagar í liði Venezia eiga heimaleik við Mantova.
Bjarki Steinn kom mikið við sögu með Feneyingum á undirbúningstímabilinu og má búast við því að hann taki þátt í leiknum í dag.
Skömmu síðar hefst viðureign Como gegn Südtirol þar sem lærisveinar Cesc Fábregas hefja nýtt og spennandi tímabil.
Cagliari tekur svo á móti Virtus Entella áður en Cremonese og Palermo etja kappi í síðasta leiknum.
Coppa Italia
16:00 Venezia - Mantova
16:30 Como - Sudtirol
18:45 Cagliari - Virtus Entella
19:15 Cremonese - Palermo
Athugasemdir