Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   mán 16. september 2019 22:01
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Miðað við árangurinn verð ég áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara Blika, í kvöld.

1-1 jafnteflið gegn Stjörnunni þýddi að Blikar missti síðasta vonarneista á meistaratitli en staðfesti sæti þeirra í Evrópukeppni á næsta ári.

"Við fáum Evrópusæti annað árið í röð sem telst ágætis árangur, við vorum að leita eftir jafnvægi í félaginu, tryggja okkur í toppbaráttuna og við gerðum það.  Evrópa er klár og það er frábært en ég hefði viljað klára þennan leik og fá þrjú stig til að tryggja annað sætið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Hann hélt áfram.

"Næst förum við Eyja og svo fáum við nýkrýnda Íslandsmeistara KR í heimsókn til okkar, við óskum þeim til hamingju með titilinn en það væri gaman að fá fullan Kópavogsvöll í þeim leik."

Er Ágúst í alvöru sáttur með niðurstöðu sumarsins?

"Við fórum auðvitað í þetta tímabil til að vinna titil  og það því miður tókst ekki en árangurinn er ásættanlegur þó ég sé svekktur að fá ekki hérna úrslitaleik við KR í lokaleiknum, það hefði verið draumur."

Margt er skrafað um stöðu Ágústs í Kópavoginum, vill hann vera áfram og hvernig metur hann stöðuna?

"Ég á eitt ár eftir af samning og ég er farinn að undirbúa það núna strax eftir að við höfum tryggt okkur Evrópusætið. Ég tók við til að búa til gott Blikalið og að mínu viti hefur mér tekist það.  Það er góð framtíð í Breiðablik.  Það er minn vilji og ég vænti þess miðað við árangurinn að ég verði áfram."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner